Höldum áfram grænan veg

Grænu skrefin hafa lifað góðu lífi í sumar og margar stofnanir unnið að undirbúningi næsta skrefs hjá sér. Á skrifstofu Umhverfisstofnunar er allt starfsfólk Grænna skrefa mætt til baka eftir gott sumarfríi, tilbúið að fara yfir gátlista og taka stofnanir í úttekt.

Það er bæði ánægjulegt og mikilvægt að vinna áfram saman að bættu umhverfisstarfi vinnustaða ríkisins og tilhlökkun fyrir komandi vetri er mikil. Við hvetjum ríkisaðila til að taka stór skref í umhverfisvæna átt á næstunni og við hlökkum til næstu yfirferða Grænu skrefanna með ykkur!