Entries by Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson

Fjölbrautaskóli Suðurlands er kominn alla leið

Sá merkilegi atburður varð á Selfossi 4. maí að Fjölbrautaskóli Suðurlands lauk fimmta og síðasta Græna skrefinu. Olga Lísa, skólameistari, og Karl Ágúst, fulltrúi umhverfisnefndar, tóku við viðurkenningunni og sögðu frá þeim árangri sem náðst hefur í Grænu skrefunum. Þar má nefna stórbætta flokkun sorps meðal nemenda, áherslu á umhverfisvænni byggingarvið í verknámsgreinum, endurvinnslu sértæks […]

Stóri plokkdagurinn verður 24. apríl

Sunnudaginn 24. apríl næstkomandi er Stóri plokkdagurinn sem haldinn er af hópnum Plokk á Íslandi. Við hvetjum ríkisstofnanir og fyrirtæki til að taka þátt í plokkinu með því að vekja athygli á plokkdeginum og skipuleggja tíma dagana í kringum plokkdaginn þar sem starfsmenn geta plokkað í nærumhverfi vinnustaðarins. Allir mega stofna viðburði á Stóra Plokkdaginn […]

Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræðum (RLE) lauk fjórða og fimmta skrefinu í vikunni. Ferðalagið gekk vel hjá rannsóknastofunni sem fékk nýlega staðfestingu á ISO-14001 vottun á sínu umhverfisstjórnunarkerfi. Óhjákvæmilega geta því fylgt ýmsar áskoranir fyrir sérhæfðar stofnanir eins og rannsóknastofnanir að fara í gegnum Grænu skrefin en það var ekki til hindrunar í þessu tilviki […]

Fimm í Flensborg

Fimmta græna skrefinu var vel fagnað á starfsmannafundi Flensborgarskólans í Hafnarfirði, enda markaði afhendingin lokin á innleiðingu skólans á Grænu skrefunum sem hófst árið 2021. Í skólanum hefur verið litið langt út fyrir hinn hefðbundna ramma Grænu skrefanna með það fyrir augum að auka sýnileika umhverfis- og loftslagsmála innan skólans og valdefla nemendur. Þrátt fyrir […]

Samstillt fimmta skref hjá Fiskistofu

Starfsmenn Fiskistofu lönduðu fimmta skrefinu fyrir helgi. Umhverfisnefnd Fiskistofu tók við skrefinu en í henni sitja fulltrúar frá öllum starfsstöðvum stofnunarinnar. Fiskistofa hefur farið þá leið að allar starfsstöðvar eru samferða í gegnum hvert skref en hver starfsstöð fer í eigin úttekt á skrefunum. Þannig hefur skapast jákvætt andrúmsloft í kringum verkefnið sem einkennist af […]

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hefur lokið fimmta skrefinu

Á útskriftardaginn sjálfan 22. desember útskrifuðust ekki aðeins nemendur frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti heldur útskrifaðist skólinn sjálfur úr Grænum skrefum með ágætiseinkunn í fimmta skrefinu. Útskriftagjöfin í ár var með hefðbundnu sniði, fimm græn lauf á hvítum bakgrunni. Fjölbrautaskólinn hefur sýnt metnað og frumleika í því að finna hverri aðgerð farveg. Við hjá Grænum skrefum […]

Fimmta komið til Fjársýslunnar

Starfsmenn Fjársýslu ríkisins gerðu sér lítið fyrir og sigldu fjórða og fimmta skrefinu í höfn rétt fyrir jól. Það þurfti litlar áhyggjur að hafa af Fjársýslunni í úttektum fjórða og fimmta skrefsins því þar hefur reksturinn lengi verið á leið í umhverfisvænna horf. Mikil áhersla er lögð á rafvæðingu allra gagna auk þess að minnka […]

Fimm græn skref fyrir Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum –
stórt grænt skref fyrir Vestmannaeyjar!

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hefur öðlast sess í hópi fimmtaskrefshafa eftir að hafa staðist úttekt á dögunum. Þar með er Framhaldsskólinn orðinn stærsti vinnustaðurinn í Vestmannaeyjum með fimm skref og mega aðrar stofnanir líta upp til skólans þegar kemur að umhverfismálum. En hér verður ekki staðar numið því Framhaldsskólinn vinnur nú að innleiðingu umhverfisstjórnunarkerfis eftir ISO14001-Staðlinum […]

Fimmta skrefinu náð hjá Barnaverndarstofu

Barnaverndarstofa hefur lokið við úttekt á fimmta græna skrefinu og því er ljóst að starfsmenn stofnunarinnar geta farið í jólafrí vitandi það að þrautskoðað umhverfisstjórnunarkerfi muni taka á móti þeim eftir áramót. Barnaverndarstofa mun ganga í gegnum skipulagsbreytingar eftir áramót og því var ljóst að vanda þyrfti til verka við fimmta skrefið, bæði svo það […]

Fimmta skrefið komið í hús hjá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hlotið fimmta græna skrefið. Nefndinni tókst að fara í gegnum öll fimm skrefin á einungis þremur mánuðum sem er óvenjustuttur tími. Þetta tókst með aðlögunarhæfni og jákvæðu viðmóti starfsmanna auk hnitmiðaðrar nákvæmnisvinnu við útfyllingu gátlista Grænna skrefa. Það þarf þó ekki formlegan úrskurð til að sjá að Nefndin mun áfram […]

Orkan beisluð í þriðja skrefi Fæðingarorlofssjóðs

Fæðingarorlofssjóður kláraði á dögunum sitt þriðja Græna skref með glæsibrag enda hefur verið unnið markvisst og ötullega að verkefninu undanfarna mánuði. Það vakti sérstaka athygli hversu vel gekk í orkusparnaðaraðgerðum hjá Sjóðinum því rafmagnsreikningurinn lækkaði um helming milli ára. Útgjöld í kökusjóð hljóta þó að hækka á móti því þetta er þriðja skrefið sem Fæðingarorlofssjóður […]