Fimmta skrefinu náð hjá Barnaverndarstofu

Barnaverndarstofa hefur lokið við úttekt á fimmta græna skrefinu og því er ljóst að starfsmenn stofnunarinnar geta farið í jólafrí vitandi það að þrautskoðað umhverfisstjórnunarkerfi muni taka á móti þeim eftir áramót. Barnaverndarstofa mun ganga í gegnum skipulagsbreytingar eftir áramót og því var ljóst að vanda þyrfti til verka við fimmta skrefið, bæði svo það tækist að klára það á þessu ári og svo það stæðist skipulagsbreytinguna. Það tókst þökk sé metnaði græna teymisins á Barnaverndarstofu og ekki fór eitt einasta stig til spillis í úttektinni. Við hjá Grænum skrefum óskum Barnaverndarstofu til hamingju með að hafa gengið fimmta skrefið.