Fimmta skrefið komið í hús hjá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hlotið fimmta græna skrefið. Nefndinni tókst að fara í gegnum öll fimm skrefin á einungis þremur mánuðum sem er óvenjustuttur tími. Þetta tókst með aðlögunarhæfni og jákvæðu viðmóti starfsmanna auk hnitmiðaðrar nákvæmnisvinnu við útfyllingu gátlista Grænna skrefa.

Það þarf þó ekki formlegan úrskurð til að sjá að Nefndin mun áfram leggja metnað í umhverfismálin innan vinnustaðarins. Fimmta skref Nefndarinnar mun svo vafalaust reynast nágrannastofnunum hennar í Höfðaborginni sem mikil hvatning en Úrskurðanefndin er fyrsta stofnunin í húsinu til að klára fimmta skrefið. Við hjá Grænum skrefum óskum þeim til hamingju með árangurinn.