Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hefur lokið fimmta skrefinu

Á útskriftardaginn sjálfan 22. desember útskrifuðust ekki aðeins nemendur frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti heldur útskrifaðist skólinn sjálfur úr Grænum skrefum með ágætiseinkunn í fimmta skrefinu. Útskriftagjöfin í ár var með hefðbundnu sniði, fimm græn lauf á hvítum bakgrunni.

Fjölbrautaskólinn hefur sýnt metnað og frumleika í því að finna hverri aðgerð farveg. Við hjá Grænum skrefum þökkum starfsmönnum FB fyrir að hafa verið úrræðagóðir og jákvæðir gagnvart verkefninu sem var leyst vel af hendi. Gleðileg skref og gleðilegt ár upp í efri byggðir. Til hamingju með árangurinn.