Orkan beisluð í þriðja skrefi Fæðingarorlofssjóðs

Fæðingarorlofssjóður kláraði á dögunum sitt þriðja Græna skref með glæsibrag enda hefur verið unnið markvisst og ötullega að verkefninu undanfarna mánuði. Það vakti sérstaka athygli hversu vel gekk í orkusparnaðaraðgerðum hjá Sjóðinum því rafmagnsreikningurinn lækkaði um helming milli ára. Útgjöld í kökusjóð hljóta þó að hækka á móti því þetta er þriðja skrefið sem Fæðingarorlofssjóður tekur á árinu.