Fimmta komið til Fjársýslunnar

Starfsmenn Fjársýslu ríkisins gerðu sér lítið fyrir og sigldu fjórða og fimmta skrefinu í höfn rétt fyrir jól. Það þurfti litlar áhyggjur að hafa af Fjársýslunni í úttektum fjórða og fimmta skrefsins því þar hefur reksturinn lengi verið á leið í umhverfisvænna horf. Mikil áhersla er lögð á rafvæðingu allra gagna auk þess að minnka úrgang eins og hægt er. Til að mynda minnkaði magn blandaðs sorps frá stofnuninni um helming á árunum 2016-2019. Það hafði því ýmislegt verið gert þegar viðmiðunarárið vinsæla, árið 2019, gekk í garð.

Innleiðing umhverfisstjórnunarkerfisins sem er afurð fimmta skrefsins var þó ekki auðveld fæðing því stofnunin stendur fyrir flutningum og því þurfti að huga að ýmsu sem ekki þarf að huga að. En verkið tókst þó á skömmum tíma. Lexían til annarra stofnana er kannski sú að með því að huga vel að grunninum í umhverfisstarfinu – sjálfbærri vinnustaðamenningu, flokkun og umhverfismeðvitund starfsfólks, tekur öll seinni vinnan minni tíma og verður greiðunnari.

Hamingjuóskir til Fjársýslunnar og gleðilegt ár.