Fjölbrautaskóli Suðurlands er kominn alla leið
Sá merkilegi atburður varð á Selfossi 4. maí að Fjölbrautaskóli Suðurlands lauk fimmta og síðasta Græna skrefinu. Olga Lísa, skólameistari, og Karl Ágúst, fulltrúi umhverfisnefndar, tóku við viðurkenningunni og sögðu frá þeim árangri sem náðst hefur í Grænu skrefunum. Þar má nefna stórbætta flokkun sorps meðal nemenda, áherslu á umhverfisvænni byggingarvið í verknámsgreinum, endurvinnslu sértæks […]