Entries by gre

Vínbúðin á Egilsstöðum með fimm Græn skref

Vínbúðin á Egilsstöðum var nú að ljúka við skref 3, 4 og 5 og hlaut viðurkenningu þess eðlis frá starfsmanni okkar fyrir austan. Innilega til hamingju með áfangann, nú er bara að viðhalda góðum árangri.

Rekstrarfélag Stjórnarráðsins er nýr þátttakandi

Rekstrarfélag Stjórnarráðsins er 40 þátttakandinn í verkefninu okkar. Rekstrarfélagið er afar mikilvægur hluti af rekstri ráðuneytanna en sjá þau til dæmis um miðlæg innkaup og utanumhald á sorphirðu og ræstingu fyrir öll ráðuneytin. Við bjóðum þau velkomin í verkefnið og hlökkum til að vinna með þeim.  

Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi

Í skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gaf út kemur fram að losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi mun aukast um 50-100% á næstu árum ef ekkert verður að gert. Stjórnvöld munu því ekki geta staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Margt er þó hægt að gera eins og bent er á í skýrslunni s.s. rafbílavæða Ísland. Í […]

Vínbúðin á Akranesi var að ljúka við öll skrefin

Ofurhresst starfsfólk Vínbúðarinnar tók á móti fulltrúa Grænna skrefa í dag og viðurkenningu fyrir að hafa lokið innleiðingu á öllum Grænu skrefunum. Árið 2015 var farið í töluverðar breytingar á húsnæði Vínbúðarinnar og meðal annars skipt út flúrperum fyrir LED ljósaperur. Á árinu 2016 dró þar af leiðandi úr orkunotkun um 40%.

Sjórinn fyllist af plasti

Sárþjáðan hval þurfti að aflífa í Noregi á dögunum vegna þess að magi hans var fullur af plasti og rusli. Eiginleikar plasts eru þannig að endingartími þess er yfirleitt nokkuð mikill, það er slitsterkt svo það hverfur ekki eða eyðist heldur brotnar í smærri og smærri hluta í náttúrunni (örplast). Einnig er algengt að dýr […]

Vínbúðin í Hveragerði hefur lokið öllum skrefunum

Vínbúðin í Hveragerði fékk í morgun viðurkenningu fyrir að ljúka síðustu þremur Grænu skrefunum. Nú er innleiðingarferlinu lokið hjá þeim og við tekur að viðhalda því góða starfi sem þær hafa unnið. Endurnýting og endurvinnsla fær stóran sess í starfi þeirra og skila þær jafnvel bréfaklemmum aftur í bankann. Vel gert og til hamingju 🙂

Ekki flækja hlutina um og of

Ef við getum sent út skilaboð með auðveldum og einföldum hætti þá eigum við að drífa í því. Við eigum ekki öll að vera í því að finna upp hjólið og þá er mikilvægt að notast við hluti sem einhver annar hefur gert eða gefur okkur hugmyndir. Umhverfisnefndin hjá fjármála- og efnahagsráðuneyti nýtir t.d. leiðbeiningar […]