Rekstrarfélag Stjórnarráðsins er nýr þátttakandi

Rekstrarfélag Stjórnarráðsins er 40 þátttakandinn í verkefninu okkar. Rekstrarfélagið er afar mikilvægur hluti af rekstri ráðuneytanna en sjá þau til dæmis um miðlæg innkaup og utanumhald á sorphirðu og ræstingu fyrir öll ráðuneytin. Við bjóðum þau velkomin í verkefnið og hlökkum til að vinna með þeim.