Vínbúðin í Hveragerði hefur lokið öllum skrefunum

Vínbúðin í Hveragerði fékk í morgun viðurkenningu fyrir að ljúka síðustu þremur Grænu skrefunum. Nú er innleiðingarferlinu lokið hjá þeim og við tekur að viðhalda því góða starfi sem þær hafa unnið. Endurnýting og endurvinnsla fær stóran sess í starfi þeirra og skila þær jafnvel bréfaklemmum aftur í bankann. Vel gert og til hamingju 🙂