Vínbúðin á Akranesi var að ljúka við öll skrefin

Ofurhresst starfsfólk Vínbúðarinnar tók á móti fulltrúa Grænna skrefa í dag og viðurkenningu fyrir að hafa lokið innleiðingu á öllum Grænu skrefunum. Árið 2015 var farið í töluverðar breytingar á húsnæði Vínbúðarinnar og meðal annars skipt út flúrperum fyrir LED ljósaperur. Á árinu 2016 dró þar af leiðandi úr orkunotkun um 40%.