Sjórinn fyllist af plasti

Sárþjáðan hval þurfti að aflífa í Noregi á dögunum vegna þess að magi hans var fullur af plasti og rusli. Eiginleikar plasts eru þannig að endingartími þess er yfirleitt nokkuð mikill, það er slitsterkt svo það hverfur ekki eða eyðist heldur brotnar í smærri og smærri hluta í náttúrunni (örplast). Einnig er algengt að dýr bíta í plastrusl eða naga það í sundur í smærri hluta. Plast sem fer ekki réttar leiðir til endurvinnslu eða förgunar lendir því oft úti í náttúrunni (höfum, ám og vötnum) þar sem það getur valdið lífríkinu skaða. Það sem við getum gert hér er að sjá til þess að allt plast fari til endurvinnslu og tína upp eitt og eitt plastrusl af götunum svo það á endanum endi ekki í hafinu.

Frekari upplýsingar um einnota plastumbúðir

Frétt um plastmengun í hafi við Ísland

Frétt um plast í maga hvals við Noreg