Entries by gre

Sex Vínbúðir fengu öll fimm skrefin nú á dögunum

Innilega til hamingju Vínbúðirnar á Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Neskaupsstað, Ólafsvík, Grundarfirði og Kringlan. Allar Vínbúðirnar voru að ljúka við öll fimm skrefin sem er frábær árangur. Eins og áður eru starfsmenn vel upplýstir um umhverfismálin og leggja sig mikið fram við að draga úr umhverfisáhrifum vegna reksturs þeirra.

Skilum grænu bókhaldi

Grænt bókhald er einfalt verkfæri fyrir ríkisstofnanir til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum vegna skrifstofureksturs, notað til að fylgjast með helstu umhverfisþáttum, s.s. úrgangi, rekstrarvörum og eldsneyti og sinna eftirfylgni ef bregðast þarf við aukinni auðlindanotkun og þar með auknum kostnaði. Hægt er að hafa samband við Hólmfríði Þorsteinsdóttur hjá Umhverfisstofnun ef einhverjar spurningar eru […]

Slökkva eða ekki slökkva á tölvubúnaði?

Skiptir máli að slökkva á tölvum og tækjum þegar við hættum notkun á þeim? Hversu lengi þarf ég að vera í burtu til að það borgi sig að slökkva á tölvunni? En skjánum? Svarið í stuttu máli er að öll tæki nota rafmagn og því ættum við öll að finna leiðir til að draga sem […]

Sex Vínbúðir á Suðurlandi komnar með öll skrefin

Í frábæru veðri gerðu Grænu skrefin sér dagsferð um Suðurlandið þar sem kíkt var í einar sex Vínbúðir, sem allar hafa lokið öllum fimm skrefunum. Almennt eru hlutirnir í afar föstu móti hjá þeim öllum og eru þau vel meðvituð um umhverfismálin  

Gefum fuglunum afganga

Væri ekki gaman að hafa smá fuglalíf fyrir utan skrifstofuna? Þá er upplagt að taka saman brauð, fræ, korn og annað sem fellur til úr mötuneytunum og setja út á svalirnar, stéttina eða garðinn. Flugfjarskipti Isavia gera það iðulega og hafa því mikið og fjölbreytt fuglalíf í bakgarðinum

Drögum úr óþarfa einnota vörunotkun

Á hverjum degi fáum við eitthvað í hendurnar eða kaupum okkur eitthvað sem telst sem einnota notkun. Hér falla undir vörur eins og einnota kaffibollinn sem þú grípur með þér, rörið sem er sett í drykkinn þinn, pokinn sem varan þín er sett í áður en þú nærð að segja nei. Í hverri svona vöru […]