Flugturn Keflavíkur fékk sitt fyrsta Græna skref

Isavia flugturn Keflavíkur fékk afhent sitt fyrsta Græna skref en þar eru starfsmenn jákvæðir út í flokkun og annað er varðar umhverfismálin og finnst ekkert mál að gera þessar litlu breytingar. Innilega til hamingju með áfangann 🙂

Á myndinni eru María Kjartansdóttir, verkefnastjóri umhverfismála hjá Isavia, Hólmfríður Þorsteinsdóttir, Umhverfisstofnun, Haraldur Ólafsson yfirflugumferðarstjóri og Valey Erlendsdóttir umhverfisfulltrúi flugturnsins.