Entries by gre

Ein tunna út fyrir aðra

Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið hefur unnið ötullega að því að uppfylla Grænu skrefin og eru t.d. búin að taka ruslatunnurnar við skrifborð starfsmanna. Í skjóli nætur voru allar ruslatunnurnar fjarlægðar en í staðinn fengu starfsmenn litlar tunnur á borðin sín, fyrir t.d. miða, sælgætisbréf, hefti og smárusl. Mikilvæg skilaboð fylgdu þó með að auðvitað eiga starfsmenn sjálfir að […]

Nýtnivikan 2017

Samevrópskri Nýtniviku er nýlokið en átakið hófst með Kaffi Nýtni „Repair café“. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á slíkan viðburð á Íslandi og stóðu Umhverfisstofnun og Reykjavíkurborg saman að skipulagningu hans. Hugmyndafræði „Repair café“ er að fólk geti komið saman og fengið aðstoð við að gera við hluti í stað þess […]

Hvatt til gerðar nýrrar stefnu um vistvæn innkaup

Með skýrslu sinni til Alþingis hvetur Rík­is­end­ur­skoðun fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti og umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyti til að ljúka sem fyrst vinnu við nýja stefnu um vist­væn inn­kaup og grænan ríkisrekstur. Þá er lögð áhersla á að í stefn­unni sé hvatt til auk­innar þátt­töku ráðu­neyta og stofn­ana. Skýrsluna má sjá í heild sinni hér. 

Össur með hvetjandi skilaboð

Fyrirtækið Össur tók þátt í Nýtnivikunni og í því tilefni sendu þau út nokkra fróðleiksmola til starfsmanna sinna tengdum úrgangsmálum og fyrirætlunum í þeim málum. Skýr og skemmtileg framsetning. 

Fjórða skrefið hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Þá er fjórða skrefið komið hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu en starfsmenn þar hafa unnið markvisst að innleiðingu verkefnisins. Sem hluta af aðgerðum verkefnisins ætla þau að gróðursetja í reit sinn hjá Hekluskógum einu sinni á ári sem lið í kolefnisjöfnun og að fara árlegar hreinsunarferðir, þau þrýstu einnig á að settar yrðu upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla á […]

Vínbúðirnar á Höfn og Djúpavogi hafa lokið fimm skrefum

Hjá Vínbúðunum er eins og vanalega allt eins og það á að vera 🙂 Að auki er Vínbúðin á Höfn í skemmtilegri samvinnu við Nettó en verslunin tekur allan úrgang fyrir þau og kemur því á rétta staði. Þannig er komið hjá óþarfa tækjabúnaði og sorphirðu hjá Vínbúðinni með samnýtingu. 

Margnota mál og bakkar í Hámu

Félagsstofnun Stúdenta sem rekur veitingastofu Hámu í Háskóla Íslands hefur tekið í notkun fjölnota matarbox á veitingastofum sínum og verða boxin seld á kostnaðarverði til nemenda og starfsmanna. Einnig voru keypt 5.000 margnota plastglös. Á árinu 2016 voru 20.000 einnota matarbox notuð og 78 þúsund einnota drykkjarglös hjá Hámu, sem er bæði kostnaðarsamt og eykur […]

Hafrannsóknastofnun er komin í Grænu skrefin

Þau eru stærsta rannsókna- og ráðgjafastofnun á sviði haf- og vatnarannsókna á Íslandi. Starfsmenn þeirra eru 180 talsins og sinna verkefnum á sviði rannsókna hafs og vatna, fiska og lífríkis þeirra. Einnig að gera tillögur um friðun og veiði. Hlökkum til samvinnunnar 🙂