Entries by gre

Skýr skilaboð

Leiðbeiningar um flokkun þurfa ekki alltaf að vera flóknar og þegar mikið er að gera þá hjálpar að láta það ekki flækjast fyrir sér að hafa hlutina of formlega. Hér var vinsamleg ábending send til starfsmanna Umhverfisstofnunar um að flokka betur.  Borið hefur á því undanfarið að hráefnin villast af leið sinni í tunnurnar. Endilega […]

Össur með hvetjandi skilaboð

Fyrirtækið Össur tók þátt í Nýtnivikunni og í því tilefni sendu þau út nokkra fróðleiksmola til starfsmanna sinna tengdum úrgangsmálum og fyrirætlunum í þeim málum. Skýr og skemmtileg framsetning. 

Hvatt til gerðar nýrrar stefnu um vistvæn innkaup

Með skýrslu sinni til Alþingis hvetur Rík­is­end­ur­skoðun fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti og umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyti til að ljúka sem fyrst vinnu við nýja stefnu um vist­væn inn­kaup og grænan ríkisrekstur. Þá er lögð áhersla á að í stefn­unni sé hvatt til auk­innar þátt­töku ráðu­neyta og stofn­ana. Skýrsluna má sjá í heild sinni hér. 

Nýtnivikan 2017

Samevrópskri Nýtniviku er nýlokið en átakið hófst með Kaffi Nýtni „Repair café“. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á slíkan viðburð á Íslandi og stóðu Umhverfisstofnun og Reykjavíkurborg saman að skipulagningu hans. Hugmyndafræði „Repair café“ er að fólk geti komið saman og fengið aðstoð við að gera við hluti í stað þess […]

Vínbúðirnar á Höfn og Djúpavogi hafa lokið fimm skrefum

Hjá Vínbúðunum er eins og vanalega allt eins og það á að vera 🙂 Að auki er Vínbúðin á Höfn í skemmtilegri samvinnu við Nettó en verslunin tekur allan úrgang fyrir þau og kemur því á rétta staði. Þannig er komið hjá óþarfa tækjabúnaði og sorphirðu hjá Vínbúðinni með samnýtingu. 

Fjórða skrefið hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Þá er fjórða skrefið komið hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu en starfsmenn þar hafa unnið markvisst að innleiðingu verkefnisins. Sem hluta af aðgerðum verkefnisins ætla þau að gróðursetja í reit sinn hjá Hekluskógum einu sinni á ári sem lið í kolefnisjöfnun og að fara árlegar hreinsunarferðir, þau þrýstu einnig á að settar yrðu upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla á […]

Margnota mál og bakkar í Hámu

Félagsstofnun Stúdenta sem rekur veitingastofu Hámu í Háskóla Íslands hefur tekið í notkun fjölnota matarbox á veitingastofum sínum og verða boxin seld á kostnaðarverði til nemenda og starfsmanna. Einnig voru keypt 5.000 margnota plastglös. Á árinu 2016 voru 20.000 einnota matarbox notuð og 78 þúsund einnota drykkjarglös hjá Hámu, sem er bæði kostnaðarsamt og eykur […]

.

Dómsmálaráðuneytið og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið ætla saman að vinna að innleiðingu Grænna skrefa. Við hlökkum mikið til samstarfsins 🙂

Menntaskólinn á Tröllaskaga

Hefur skráð sig til þátttöku, við erum mjög glöð að fá fleiri skóla til liðs við okkur, enda svo mikilvægt að unga fólkið okkar læri snemma um umhverfismál.