Hvatt til gerðar nýrrar stefnu um vistvæn innkaup
Með skýrslu sinni til Alþingis hvetur Ríkisendurskoðun fjármála- og efnahagsráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti til að ljúka sem fyrst vinnu við nýja stefnu um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur. Þá er lögð áhersla á að í stefnunni sé hvatt til aukinnar þátttöku ráðuneyta og stofnana. Skýrsluna má sjá í heild sinni hér.