Skýr skilaboð

Leiðbeiningar um flokkun þurfa ekki alltaf að vera flóknar og þegar mikið er að gera þá hjálpar að láta það ekki flækjast fyrir sér að hafa hlutina of formlega. Hér var vinsamleg ábending send til starfsmanna Umhverfisstofnunar um að flokka betur. 

Borið hefur á því undanfarið að hráefnin villast af leið sinni í tunnurnar. Endilega skoðið þessar fallegu myndir, lærið á hráefnin og flokkið rétt. Ef þið eru ekki viss, spyrjið, flokkunarfasistarnir eru margir hjá stofnuninni og tilbúnir til að hjálpa 🙂 

Það á nánast ekkert að fara í almennan úrgang, skola á umbúðir og taka í sundur séu þær samsettar.