Margnota mál og bakkar í Hámu

Félagsstofnun Stúdenta sem rekur veitingastofu Hámu í Háskóla Íslands hefur tekið í notkun fjölnota matarbox á veitingastofum sínum og verða boxin seld á kostnaðarverði til nemenda og starfsmanna. Einnig voru keypt 5.000 margnota plastglös. Á árinu 2016 voru 20.000 einnota matarbox notuð og 78 þúsund einnota drykkjarglös hjá Hámu, sem er bæði kostnaðarsamt og eykur mjög á neikvæð umhverfisáhrif en tilgangurinn er einmitt að draga úr einnota notkun, draga úr myndun úrgangs og um leið úr neikvæðum umhverfisáhrifum.