Entries by gre

Þekkjum merkin

Oft er talað um frumskóg umhverfismerkja og að framleiðendur séu að gefa misvísandi upplýsingar um hversu umhverfisvæn varan er. Vissulega getur verið rétt að við framleiðslu hafi verið tekið tillit til umhverfisþátta en ef áreiðanlega vottun skortir er erfitt að segja til um hvort framleiðandi sé í raun að segja satt og rétt frá. Til […]

Kynningarfundur um Grænu skrefin

Vill þín stofnun taka þátt í Grænum skrefum í ríkisrekstri? Umhverfisstofnun býður til kynningarfundar fyrir nýja þátttakendur þann 17. maí kl. 09:00. Skráning fer fram hér Verkefnið er á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og fer Umhverfisstofnun með umsjón þess. Markmið þess er að draga úr umhverfisáhrifum vegna opinbers reksturs og auka þekkingu starfsfólks á umhverfismálum. Allar […]

Prestastefnan með umhverfisáherslu

Prestastefna Þjóðkirkjunnar var haldin dagana 24- 26. apríl. Umhverfismálin voru í brennidepli og var Grænu skrefunum boðið að halda erindi. Framkvæmdaáætlun umhverfisstefnu þjóðkirkjunnar var kynnt en í henni koma fram metnaðarfullar aðgerðir kikjunnar til að draga úr umhverfisáhrifum innan stéttarinnar. Það var virkilega ánægulegt að fá að taka þátt í þessu og verður gaman að […]

Þriðja skref Skipulagsstofnunar

Áfram heldur Skipulagsstofnun að innleiða skrefin með smá pásu þó, en þau fluttu í nýtt húsnæði fyrir síðustu áramót. Skipulagsstofnun var ein þriggja ríkisstofnana sem á sínum tíma hlutu fyrstar viðurkenningu fyrir fyrsta Græna skrefið. Innilega til hamingju með flottan árangur. 

Vel sóttur fræðslufundur

Aðsókn á fræðslufund um grænt bókhald ríkisstofnana fór fram úr björtustu vonum og við erum mjög glöð yfir að þessi hluti umhverfismálanna fær aukinn áhuga. Tæp 50 manns sóttu fundinn þar sem farið var yfir breytingar á bókhaldinu og áherslur á loftslagsmál. Formlegur frestur til að skila grænu bókhaldi er 1. apríl en við tökum […]

Fræðslufundur – Grænt bókhald

Ákveðið hefur verið að halda stutta fræðslufundi um ýmis málefni 2-4 á ári. Við byrjum á grænu bókhaldi sem hentar vel þar sem skil á því er nú þessa dagana. Þetta verður léttur fundur, opið fyrir spjall og fyrirspurnir. Skráning fer fram hér https://goo.gl/forms/nBnJLWAn9BOApiVF2 

Að hjóla er raunverulegur valkostur

Háskóli Íslands gaf út kort fyrir starfsmenn og nemendur þar sem hvatt er til þessa að fólk hjóli til og frá skólanum. Á kortinu má sjá hversu langan tíma það tekur fólk að hjóla einn km. Bendum líka á vefsíðu Hjólafærni en þar er hægt að skoða tímavegalengdir í nokkrum sveitarfélögum.  Nokkrar hjólastaðreyndir: 1. Hjólreiðar […]

Forsætisráðuneytið með skref 2 og 3

Nú var forsætisráðuneytið að ljúka innleiðingu 2. og 3ja skrefsins. Verkefnið hefur gengið mjög vel hjá þeim, bæði er umhverfisráðið mjög virkt í að upplýsa starfsmenn og að innleiða aðgerðir. Einnig eru starfsmenn mjög jákvæðir fyrir verkefninu og taka öllum breytingum af jafnaðargeði, vilja jafnvel að hlutir gangi enn hraðar fyrir sig :). Katrín Jakobsdóttir, […]

Lengjum líf hlutanna okkar

Við kynnum nýjan facebook hóp sem heitir Græn skref – Nytjamarkaður 🙂 Borið hefur á því að margar stofnanir sitja uppi með allskonar dót, húsgögn og tæki sem þær vita ekki hvað þær eiga að gera við. Úrgangsmyndun hefur aukist svo mjög að t.d. Góði hirðirinn þarf að henda miklu magni af nothæfum hlutum í hverri viku. Við viljum […]

Er einhver að lesa tímaritin, blöðin og auglýsingapóstinn?

Mörg lítil atriði geta hafi mikil neikvæð áhrif eða mikil jákvæð áhrif. Af því að það er svo sjálfsagt að fá inn um póstlúguna allskonar blöð, frípóst, auglýsingapóst og annað að við gleymum oft að hugsa út í þau neikvæðu umhverfisáhrif sem felast í framleiðslu á pappír, tímaritum, blöðum og auglýsingaefni, dreifingu og förgun á þessu öllu. Við […]

Tvö Græn skref í höfn hjá ÚUA

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála var að fá afhenta viðurkenningu fyrir að uppfylla fyrstu tvö Grænu skrefin. Nanna Magnadóttir forstöðumaður tók á móti viðurkenningunni. Þó að nefndin sé lítil og starfsmenn fáir þá skiptir allt máli. Nú er ekki boðið uppá neitt einnota fyrir fundi og menn eru meðvitaðri um flokkun og sóun á rafmagni, pappír […]

Virka samgöngusamningar?

Vistbyggðaráð bauð uppá áhugavert morgunspjall um samgöngusamninga þar sem spurningin var „virka þeir?“ Erindi frá fjórum aðilum má sjá hér. Hólmfríður Sigurðardóttir sagði frá reynslu Orkuveitu Reykjavíkur en þar eru 35% starfsmanna með samgöngusamning. Hulda Steingrímsdóttir greindi frá samningunum hjá Landspítalanum en þó að um 20% starfsmanna þar nýti sér slíka samninga þá ferðast um […]