Forsætisráðuneytið með skref 2 og 3

Nú var forsætisráðuneytið að ljúka innleiðingu 2. og 3ja skrefsins. Verkefnið hefur gengið mjög vel hjá þeim, bæði er umhverfisráðið mjög virkt í að upplýsa starfsmenn og að innleiða aðgerðir. Einnig eru starfsmenn mjög jákvæðir fyrir verkefninu og taka öllum breytingum af jafnaðargeði, vilja jafnvel að hlutir gangi enn hraðar fyrir sig :). Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti viðurkenningunni. Innilega til hamingju með árangurinn.