Vel sóttur fræðslufundur

Aðsókn á fræðslufund um grænt bókhald ríkisstofnana fór fram úr björtustu vonum og við erum mjög glöð yfir að þessi hluti umhverfismálanna fær aukinn áhuga. Tæp 50 manns sóttu fundinn þar sem farið var yfir breytingar á bókhaldinu og áherslur á loftslagsmál. Formlegur frestur til að skila grænu bókhaldi er 1. apríl en við tökum þó við því allt árið og hvetjum stofnanir til að gera það. Endilega hafið samband við starfsmann verkefnisins Hólmfríði Þorsteinsdóttur, ef spurningar koma upp. Fundurinn var tekinn upp og má sjá hér.