Þekkjum merkin

Oft er talað um frumskóg umhverfismerkja og að framleiðendur séu að gefa misvísandi upplýsingar um hversu umhverfisvæn varan er. Vissulega getur verið rétt að við framleiðslu hafi verið tekið tillit til umhverfisþátta en ef áreiðanlega vottun skortir er erfitt að segja til um hvort framleiðandi sé í raun að segja satt og rétt frá. Til að vera viss um að varan sé vottuð er gott að leggja þessi örfáu merki á minnið. Ef við kaupum vörur með þessum merkjum getum við verið viss um að varan og framleiðsla hennar standist kröfur um lágmörkun umhverfisáhrifa. Frekari upplýsingar um umhverfismerkin má sjá hér á vefsiðu Umhverfisstofnunar.