Lengjum líf hlutanna okkar

Við kynnum nýjan facebook hóp sem heitir Græn skref – Nytjamarkaður 🙂 Borið hefur á því að margar stofnanir sitja uppi með allskonar dót, húsgögn og tæki sem þær vita ekki hvað þær eiga að gera við. Úrgangsmyndun hefur aukist svo mjög að t.d. Góði hirðirinn þarf að henda miklu magni af nothæfum hlutum í hverri viku. Við viljum spyrna á móti þessari þróun og hjálpa hvort öðru að búa til umhverfi þar sem við getum skipt, lánað, selt og gefið nothæfa hluti okkar á milli. Vonandi taka ríkisstofnanir vel í þetta verkefni hjá okkur og athugið að þær þurfa ekki að vera í Grænu skrefunum til að nota hópinn. Við viljum líka að hver sem er geti fengið eða keypt hlutina (almenningur og fyrirtæki líka) en til að hafa smá stjórn á umfanginu þá mega aðeins ríkisstofnanir auglýsa hluti. Endilega deilið síðunni áfram til starfsmanna ríkisstofnana, sérstaklega þeirra sem fara með innkaup, umsjón fasteigna, umhverfismál eða annarra sem gætu haft gagn af henni.