Entries by gre

Velkomin í Grænu skrefin Alþingi

Alþingi er nýjasti þátttakandinn í verkefninu okkar. Við erum afar glöð með að löggjafarvaldið okkar er með okkur í þessu verkefni og hlökkum til að vinna með þeim.

Plast eða ekki plast? það er stóra spurningin

Við fáum oft spurningar um flokkun og þá sérstaklega hvort plast sé plast, málmur eða eitthvað annað. Góð og auðveld aðferð til að greina þetta í sundur er að krumpa umbúðirnar og ef þær halda því lagi þá eru þær úr málmi eða meirihluti innihaldsins er málmur. Ef umbúðin sprettur aftur í sundur í nánast […]

Handbók um vistvæn opinber innkaup

Áætlað er að opinberar stofnanir íslenska ríkisins noti um 150 milljarða í innkaup á hverju ári og 300 milljarða ef sveitarfélög eru meðtalin. Því gefur að skilja að skynsöm vistvænni innkaup geta haft mikil áhrif við að draga úr umhverfisáhrifum. Sem dæmi má nefna að framfylgd stefnu um vistvæn opinber innkaup í Austurríki hefur minnkað […]

Utanríkisráðuneytið er komið í Grænu skrefin

Utanríkisráðuneytið er nýr þátttakandi í Grænu skrefunum og er fjórða ráðuneytið í hópnum. Við erum afar ánægð yfir að fá þau til liðs við okkur enda skiptir miklu máli að við öll í stjórnsýslunni sýnum gott fordæmi. Ráðuneytið er þegar búið að uppfylla nokkrar aðgerðir í Grænu skrefunum en mun nú taka markvissari hætti á umhverfismálunum […]

Minnkum plastpokanotkun

Starfshópur á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytis hefur skilað inn til ráðherra, tillögum um aðgerðir til að draga úr plastpokanotkun. Hér má sjá skýrsluna í heild sinni en í mjög stuttu máli þá eru markmiðin í samræmi við ESB tilskipun þar sem fram kemur að fyrir 2019 verði búið að fækka burðarplastpokum í 90 stk á hvern […]

Ferðamálastofa er nýr þátttakandi í Grænu skrefunum

Báðar starfsstöðvar Ferðamálastofu (Reykjavík og Akureyri) hafa nú skráð sig til þátttöku í Grænum skrefum. Umhverfismál eru ekki ný af nálinni hjá þeim en þau hafa til dæmis veitt umhverfisverðlaun til ferðamannastaða eða fyrirtækja í ferðaþjónustu síðan 1995. Stofnunin rekur einnig gæða- og umhverfiskerfið Vakann fyrir íslenska ferðaþjónustu. Velkomin í verkefnið með okkur 🙂

Sumarfrágangur

Það er alltaf gott að hafa nokkur atriði í huga þegar við förum í frí. Gætum þess að vera ekki að nýta auðlindirnar okkar (hiti, rafmagn) á meðan enginn er að „njóta“ þeirra 🙂

Vínbúðirnar á Flúðum, Hellu og Hvolsvelli komnar með tvö skref

Starfsmenn Vínbúðanna á Flúðum, Hellu og Hvolsvelli standa sig með stakri prýði og eru komnar með viðurkenningu fyrir tvö fyrstu Grænu skrefin. Í spjalli við Maríu á Flúðum sagði hún að verkefnið hefði gert það að verkum að hún hefur fært þessa hugsun inn á heimilið sitt. Nýting í Vínbúðunum og ÁTVR er ofsalega mikil og fer […]

LMÍ er þriðja stofnunin til að ljúka öllum fimm skrefunum

Í dag á afmælishátíð Landmælinga Íslands, afhenti Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, Magnúsi Guðmundssyni forstjóra LMÍ, viðurkenningu fyrir fjórða og fimmta Græna skrefið. LMÍ var ein af þeim stofnunum sem tóku þátt í að þróa og aðlaga verkefnið að ríkisstofnunum árið 2014 og var einnig ein þeirra fyrstu til að fá fyrsta Græna skrefið. Nú einu […]