Handbók um vistvæn opinber innkaup

Áætlað er að opinberar stofnanir íslenska ríkisins noti um 150 milljarða í innkaup á hverju ári og 300 milljarða ef sveitarfélög eru meðtalin. Því gefur að skilja að skynsöm vistvænni innkaup geta haft mikil áhrif við að draga úr umhverfisáhrifum. Sem dæmi má nefna að framfylgd stefnu um vistvæn opinber innkaup í Austurríki hefur minnkað losun CO2 um 20% eða 124 tonn og dregið úr orkunotkun um 20%. Út er komið 3ja útgáfa af handbók um opinber vistvæn innkaup frá Evrópusambandinu sem stofnanir og aðrir geta nýtt sér við innkaup sín (sjá hér).