Utanríkisráðuneytið er komið í Grænu skrefin

Utanríkisráðuneytið er nýr þátttakandi í Grænu skrefunum og er fjórða ráðuneytið í hópnum. Við erum afar ánægð yfir að fá þau til liðs við okkur enda skiptir miklu máli að við öll í stjórnsýslunni sýnum gott fordæmi. Ráðuneytið er þegar búið að uppfylla nokkrar aðgerðir í Grænu skrefunum en mun nú taka markvissari hætti á umhverfismálunum með þátttöku í verkefninu.