Entries by gre

Evrópsk Nýtnivika 2016

Nýtnivikan er haldin ár hvert til að minna okkur á að draga úr óþarfa neyslu og nýta betur það sem þegar hefur verið framleitt. Þema vikunnar í ár er að draga úr umbúðanotkun. Við getum líka haft áhrif á þróun þessa málaflokks með því að velja vörur með minni umbúðir eða frekar vörur í umhverfisvænni umbúðum. […]

Málstofa um umbúðir: nauðsyn eða sóun?

Í tilefni af Nýtniviku sem hefst 19. nóvember, ætla Umhverfisstofnun og Reykjavíkurborg að standa fyrir málstofu um umbúðir. Þema Nýtnivikunnar er að draga úr umbúðum og er því flestum þeim sem koma að framleiðslu, innflutningi, notkun og reglum um umbúðir stefnt saman til að ræða þessa hluti. Dagskráin er afar vegleg og áhugaverð og má […]

Deilum reynslu og miðlum

Var þema morgunverðarfundar Grænna skrefa í ár. Fundurinn var vel sóttur en 30 manns frá hinum ýmsu stofnunum komu og áttu með okkur góða stund. Erindi frá fundinum má nálgast hér. Yfirlit yfir árið – Hólmfríður Þorsteinsdóttir Innleiðing hjá umhverfis- og auðlindaráðuneyti – Birna Kolbrún Gísladóttir Innleiðing hjá Seðlabankanum – Birna Kristín Jónsdóttir Kynning á […]

Áhugasamir skrái sig á morgunverðarfund

Nú er komið að morgunverðarfundi Grænna skrefa. Fundurinn er ætlaður ríkisstarfsmönnum sem áhuga hafa á verkefninu og umhverfismálum og þeim sem eru þegar í verkefninu. Farið verður yfir stöðu verkefnisins og niðurstöður meistararannsóknar um ávinning verkefnisins. Erindi verða frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Seðlabankanum. Erindi verður um grænan lífsstíl – eitthvað sem við getum öll tileinkað […]

Eigin ræktun dregur úr umhverfisáhrifum og eykur áhuga starfsfólks

ÁTVR útbjó í vor matjurtagarð á lóð fyrirtækisins aðallega til að auka sjálfbæra hugsun starfsmanna. Ýmsar matjurtir voru gróðursettar s.s. kartöflur, rófur, kál, rabarbari og kryddjurtir. Matjurtirnar hafa síðan verið nýttar í matargerð í mötuneyti þeirra. Starfsmönnum fannst einnig skemmtilegt að horfa á eigin ræktun vaxa og fá að borða hana í lokin. Verkefnið hefur gengið svo […]

Fyrsta Græna skrefið komið í höfn hjá Landsvirkjun

Landsvirkjun var í dag afhent viðurkenning fyrir fyrsta Græna skrefið. Verkefnastjórn þeirra hefur unnið ötullega að verkefninu í eitt ár núna. Þau hafa til dæmis hætt allri notkun á einnota pappamálum sem voru áður mikið notuð af starfsfólki og kostaði Landsvirkjun háar fjárhæðir. Innilega til hamingju með áfangann 🙂

Bjóðum RAMÝ velkomin í verkefnið

Náttúrurannsóknarstöðin við Mývatn er nýjasti þátttakandinn í Grænu skrefunum. Hjá stofnuninni vinna 2- 15 starfsmenn og felast verkefni þeirra í rannsóknum á náttúru og sögu Mývatns og Laxár og vatnasviðs þeirra. Velkomin í hópinn 🙂