Entries by Þorbjörg Sandra Bakke

Hvert er uppáhalds blómið þitt?

Uppáhaldið okkar er Evrópublómið sem er eitt af þeim umhverfismerkjum sem við treystum og auðveldar okkur neytendum að velja vörur og þjónustu sem huga að umhverfinu og heilsu okkar. Í tilefni af Evrópudeginum sem haldinn er hátíðlegur á morgun 9. maí eru hér fimm staðreyndir um Evrópublómið: Evrópublómið er opinbert umhverfismerki ESB Blóminu var komið […]

Vorfundur Grænna skrefa

Senn líður að vorfundi Grænna skrefa, en hann verður haldinn í fjarfundi þann 20. maí næstkomandi kl. 14:00. Á fundinum verður farið yfir helstu fréttir af skrefunum, talað um Græna bókhaldið og gagnagáttina og sýnt hvernig nýja heimasíðan þjónar okkur við innleiðingu verkefnisins. Einnig verður farið yfir skyldu stofnana til að setja sér loftslagsstefnu (sjá […]

Hjólað í vinnuna!

Átakið Hjólað í vinnuna hefst á miðvikudaginn, þann 6. maí næstkomandi. Keppnin stendur yfir í þrjár vikur og við hvetjum alla vinnustaði til þess að skrá sig!   Frekari upplýsingar um hvernig skráning fer fram má finna hér: https://hjoladivinnuna.is/um-hjolad/hvernig-skrai-eg-mig-til-leiks/

Ríkissáttasemjari stígur Grænu skrefin

Ríkissáttasemjari hefur nú skráð sig til leiks í Grænum skrefum. Starf Ríkissáttasemjara felst einkum í því að annast sáttastörf í vinnudeilum, fylgjast með stöðu og horfum á vinnumarkaði um land allt og skrásetja gildandi kjarasamninga. Fimm starfsmenn starfa hjá Ríkissáttasemjara og við hlökkum mikið til að troða með þeim græna slóð.