Vorfundur Grænna skrefa

Senn líður að vorfundi Grænna skrefa, en hann verður haldinn í fjarfundi þann 20. maí næstkomandi kl. 14:00. Á fundinum verður farið yfir helstu fréttir af skrefunum, talað um Græna bókhaldið og gagnagáttina og sýnt hvernig nýja heimasíðan þjónar okkur við innleiðingu verkefnisins. Einnig verður farið yfir skyldu stofnana til að setja sér loftslagsstefnu (sjá 5. gr. c í loftslagslögum) og leiðbeiningar Umhverfisstofnunar þess efnis kynntar.

Starfsmenn Grænna skrefa verða með stutt innlegg um eftirfarandi:

Grænu skrefin – Hildur Harðardóttir

Græna bókhaldið – Birgitta Steingrímsdóttir

Ný heimasíða Grænna skrefa – Þorbjörg Sandra Bakke

Loftslagsstefna ríkisaðila – Ásdís Nína Magnúsdóttir

Fundurinn fer fram í gegnum forritið Teams. Ekki er nauðsynlegt að stofna aðgang til að komast inn á fundinn. Ekki þarf að hlaða niður forriti ef fylgst er með í gegnum vafra, en ef ætlunin er að fylgjast með fundinum í gegnum síma þarf að hlaða niður Teams smáforritinu. Ekki er mælt með að nota Safari vafrann en aðrir vafrar virka vel.

Við stefnum á að hafa kynninguna um 40 mínútna langa og gefa svo gott svigrúm fyrir spurningar en þær verður hægt að bera fram í gegnum spjallvirkni.

Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á Grænu skrefunum að taka þátt, bæði þátttakendur í verkefninu sem og aðra. Þetta er frábært tækifæri til þess að kynna sér Grænu skrefin og læra meira um hvað þátttaka í verkefninu felur í sér fyrir starfsemi ríkisaðila og umhverfið.

Hér er hlekkur á útsendingu fundarins, endilega skráið tímasetninguna í dagatalið: 20. maí kl. 14:00.

Þorbjörg Sandra

Hildur

Ásdís Nína

Birgitta