Ríkissáttasemjari stígur Grænu skrefin

Ríkissáttasemjari hefur nú skráð sig til leiks í Grænum skrefum. Starf Ríkissáttasemjara felst einkum í því að annast sáttastörf í vinnudeilum, fylgjast með stöðu og horfum á vinnumarkaði um land allt og skrásetja gildandi kjarasamninga. Fimm starfsmenn starfa hjá Ríkissáttasemjara og við hlökkum mikið til að troða með þeim græna slóð.