Hvert er uppáhalds blómið þitt?

Uppáhaldið okkar er Evrópublómið sem er eitt af þeim umhverfismerkjum sem við treystum og auðveldar okkur neytendum að velja vörur og þjónustu sem huga að umhverfinu og heilsu okkar.

Í tilefni af Evrópudeginum sem haldinn er hátíðlegur á morgun 9. maí eru hér fimm staðreyndir um Evrópublómið:

  • Evrópublómið er opinbert umhverfismerki ESB
  • Blóminu var komið á fót árið 1992
  • Evrópublómið prýðir meira en 77.000 vörur og þjónustu í Evrópu
  • Í vottunarferlinu er allur lífsferillinn metinn; umhverfisáhrif af auðlindanýtingu, framleiðsla, flutningur og notkun.
  • Dæmi um Evrópublóms-vottaðar vörur og þjónustu: húsgögn, málning, eldhús- og klósettpappír, hótel, textíll og skór.

Viltu vita meira um Evrópublómð? Hér hafa danir tekið saman nokkrar áhugaverðar staðreyndir.