Skref 2

34 AÐGERÐIR

UPPFYLLA ÞARF AÐ MINNSTA KOSTI 31 AF 34 AÐGERÐUM Í SKREFI TVÖ

RAFMAGN & HÚSHITUN

 • Við veljum sparnaðarstillingu á uppþvotta- og þvottavélum, þekkjum skammtastærðir og gangsetjum einungis fullhlaðnar vélar.
 • Merkingar eru við lyftur þar sem starfsmenn og gestir eru hvattir til að nota stiga
  í stað lyftu.
 • Við endurnýjun eru ávallt valdar perur/lýsing með bestu orkunýtni s.s. LED.

Flokkun & Minni sóun

 • Við flokkum að lágmarki í sjö úrgangsflokka (t.d. spilliefni, pappír, plast, skilagjaldsumbúðir, bylgjupappa, málma, raftæki og gler) á kaffistofum, í mötuneytum og annars staðar þar sem úrgangur fellur til.
 • 60% af úrgangi er flokkaður til endurnotkunar eða endurvinnslu.
 • Skrifstofuvörur sem má endurnota er skilað á sérmerktan stað sem starfsmenn þekkja og geta nálgast. Dæmi um slíkar vörur eru möppur, pennar og umslög.
 • Notaðir eru margnota burðarpokar í stað einnota við innkaup á smávöru.
 • Við endurnýtum umbúðir s.s. innkaupapoka, kassa og annað sem fellur til við innkaup og notkun á vörum (nefna dæmi).
 • Stofnunin hefur gert athugun á magni matarsóunar frá eldhúsi/mötuneyti í minnst 1 viku á árinu.
 • Við höfum innleitt aðgerðir sem draga úr pappírsnotkun (t.d. prentský, rafræna skjalavistun, sleppt post-it-miðum) (nefna dæmi).
 • Við höfum afþakkað allan fjölpóst og dregið úr kaupum á tímaritum og öðru sem fáir/engir nota.
 • Stofnunin er plastpokalaus, skoðaðar séu lausnir þar sem ekki þarf að notast við plastpoka til að flokka endurvinnanlegt efni og að frekar sé notast við lífbrjótanlega poka fyrir almennan og lífrænan úrgang.

Viðburðir og Fundir

 • Á öllum fundum og viðburðum á vegum stofnunar (innan og utanhúss) eru notuð margnota ílát undir t.d. vökva, salt og sykur (nefna dæmi).
 • Við höfum aðgang að fjarfundabúnaði, starfsmenn kunna á hann og nota þegar hægt er (nefna dæmi).
 • Á viðburðum okkar geta gestir flokkað að lágmarki pappír, plast og skilagjaldsumbúðir.

Samgöngur

 • Við veitum góða snyrtiaðstöðu fyrir gangandi og hjólandi starfsfólk.
 • Við óskum ávallt eftir umhverfisvænni bílaleigu- eða rekstrarleigubílum. Gerður verði samningur við rekstraraðila þar sem það er hægt.
 • Við óskum ávallt eftir umhverfisvænni leigubílum. Gerður verði samningur við rekstraraðila þar sem það er hægt.
 • Starfsmenn eru hvattir til að samnýta ferðir á fundi, til dæmis með leigubíl (nefna dæmi).
 • Starfsfólk okkar sem notar bíl mikið vegna vinnu sinnar hefur farið á vistakstursnámskeið.
 • 25% bílaflota vinnustaðarins notast við innlenda orkugjafa, s.s. rafmagn, vetni og metan.
 • Við uppfyllum ákvæði brons í hjólavottun vinnustaða.

Innkaup

 • Stofnunin hefur gert innkaupagreiningu.
 • Við kaupum einungis umhverfisvottaðan mjúkpappír (klósett- og eldhúspappír) og sérvíettur (umhverfismerki, type 1).
 • Við kaupum ekki vökva, sykur, tannstöngla og slíkt í smáumbúðum (nefna dæmi).
 • Stofnunin kaupir ekki nagladekk (á ekki við á snjóþyngri svæðum).
 • Við höfum sent bréf til birgja og óskað eftir upplýsingum um vistvæna valkosti og að auðvelt sé að fá upplýsingar um innkaup fyrir grænt bókhald.
 • Við kaup á tölvubúnaði er gerð krafa um að tölvur séu merktar Energy Star og/eða TCO umhverfismerkjum.
 • Við gerum kröfu um umhverfisvottaða kaffiþjónustu, í það minnsta að kaffi sé lífrænt og/eða siðgæðis vottað.

Miðlun og Stjórnun

 • Stofnunin heldur grænt bókhald og skilar inn til graenskref@graenskref.is fyrir 1. apríl ár hvert og hefur sett sér markmið í einum flokki.
 • Stofnunin hefur sett sér markmið í grænu bókhaldi um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda vegna samgangna og úrgangs.
 • Við kynnum árlega niðurstöður græns bókhalds fyrir starfsmönnum og miðlum t.d. á vefsíðu stofnunarinnar.
 • Við höfum fundað með starfsmönnum um framgang verkefnisins og safnað saman ábendingum um hvað megi betur fara í umhverfismálum á vinnustaðnum og þær lagðar fyrir stjórnendafund vinnustaðarins.
 • Við viðhald á húsnæði gerum við kröfu til húseiganda um umhverfisvænna viðhald, s.s. tímastýrð loftræsting, vatnssparandi krana, notendastýrð lýsing og umhverfisvottuðum efnum s.s. málningu, gólfefni og byggingarplötur.