Skref 4

21 AÐGERÐ

UPPFYLLA ÞARF AÐ MINNSTA KOSTI 19 AF 21 AÐGERÐ Í SKREFI FJÖGUR

RAFMAGN & HÚSHITUN

 • Þar sem viðvera er lítil, svo sem á snyrtingum og í geymslum eru hreyfiskynjarar í stað rofa. Þar sem ekki er hægt að setja upp slíka nema eru áminningarmiðar um að slökkva ljósin.

Flokkun & Minni sóun

 • 80% af úrgangi er flokkaður til endurnotkunar og endurvinnslu.
 • Við höfum gert greiningu á úrgangsmyndun, hvar helst er hægt að draga úr myndun hans og unnið minnst eina aðgerð til að draga úr úrgangsmagni.
 • Í mötuneyti geti starfsfólk keypt eða tekið með afganga heim.
 • Á snyrtingum eru blásarar eða handklæði til handþurrkunar, ekki einnota pappír

Viðburðir og Fundir

 • Á viðburðum og fundum okkar bjóðum við upp á umbúðalausar eða mjög umbúðalitlar máltíðir.
 • Á viðburðum okkar býðst gestum að flokka að minnska kosti; pappír, plast lífrænan, skilagjaldsskyldar umbúðir og almennan úrgang
 • Ef boðið er upp á eitthvað á viðburðum okkar, bjóðum við upp á að minnsta kosti tvenns konar lífrænt ræktaðar og/eða siðgæðisvottaðar (Fair Trade) vörur.
 • Við val á gistirými bæði erlendis og innanlands er lögð áhersla á að velja staði með umhverfisvottun (type 1).

Samgöngur

 • 75% bílaflota vinnustaðarins notast við innlenda orkugjafa s.s. rafmagn, vetni og metan.
 • Gjaldskyld bílastæði við stofnunina eru ekki niðurgreidd fyrir starfsmenn.
 • Sérmerkt stæði fyrir umhverfisvænni farartæki eru við vinnustaðinn.
 • Við uppfyllum ákvæði gulls í hjólavottun vinnustaða.
 • Við bjóðum starfsfólki sveigjanlegan vinnutíma sé þess kostur, t.d. að mæta til vinnu utan háannatíma.

Innkaup

 • Á kaffistofum starfsmanna eru að minnsta kosti fjórir vöruflokkar lífrænt ræktaðir og/eða siðgæðisvottaðir (Fair Trade) (t.d. kaffi, sykur, mjólkurvörur, hunang, te, ávextir, grænmeti o.fl.).
 • Við veljum umhverfisvottuð raftæki eða raftæki með hæstu einkunn í orkunýtingu sem í boði er hverju sinni (A+++ eða álíka).

Miðlun og Stjórnun

 • Stofnunin heldur grænt bókhald og skilar inn til graenskref@graenskref.is fyrir 1. apríl ár hvert.
 • Stofnunin hefur sett sér markmið í fjórum flokkum: um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda vegna samgangna, úrgangs, pappírs og orkunotkun.
 • Við höfum metið stöðuna í græna bókhaldinu, metið árangur og skoðað tækifæri til úrbóta (undirbúningur fyrir skref 5).
 • Stofnunin hefur farið í aðgerðir við að kolefnisjafna losun vegna samganga og úrgangs.
 • Stofnunin hefur tekið þátt í stærri verkefnum sem snúa að umhverfisvernd s.s. strandhreinsun, Samgönguviku, Degi íslenskrar náttúru og Degi umhverfisins.