Skref 4

37 AÐGERÐIR

UPPFYLLA ÞARF AÐ MINNSTA KOSTI 32 AF 37 AÐGERÐUM Í SKREFI FJÖGUR

Miðlun & Stjórnun

 • Við skilum Grænu bókhaldi í Gagnagátt Umhverfisstofnunar fyrir 1. apríl ár hvert.
 • Við höfum metið stöðuna í Græna bókhaldinu, metið árangur og skoðað tækifæri til úrbóta (undirbúningur fyrir skref 5).
 • Við höfum farið í aðgerðir til að kolefnisjafna losun vegna vegasamganga, flugs og úrgangs.
 • Við tökum þátt í stærri verkefnum sem snúa að umhverfisvernd s.s. strandhreinsun, Samgönguviku, Degi íslenskrar náttúru eða Degi umhverfisins, a.m.k einu sinni á ári.
 • Við höfum mótað aðgerðaáætlun út frá markmiðum okkar í umhverfis- og loftslagsstefnu.
 • Við höfum fundað með starfsfólki um framgang verkefnisins, stöðu Græna bókhaldsins og safnað saman ábendingum um hvað megi betur fara í umhverfismálum á vinnustaðnum. Ábendingar hafa verið lagðar fyrir yfirstjórn.

Innkaup

 • Við veljum umhverfisvottuð raftæki eða raftæki með hæstu einkunn í orkunýtingu sem í boði er hverju sinni (A+++ eða álíka).
 • Þegar gjafir handa starfsfólki eða öðrum eru keyptar er hugað að nytsemi og umhverfinu. Upplifanir, íslensk blóm og íslensk, lífræn og/eða siðgæðisvottuð matvæli eru dæmi um gjafir sem uppfylla ofangreind skilyrði. Frídagar eru góð jólagjöf!
 • Við höfum útbúið stuttar leiðbeiningar fyrir innkaupafólk þar sem helstu umhverfissjónarmið sem huga þarf að við innkaup í tengslum við fundi og viðburði eru listuð upp. Leiðbeiningarnar eiga líka við þegar innanhúss viðburðir eru skipulagðir (starfsmannafundir o.s.frv.).
 • Nýtt starfsfólk sem hefur hlutverki að gegna í innkaupum fær grunnþjálfun í vistvænum innkaupum hjá stofnuninni.
 • Við kaup á efnavöru (s.s. málningu, lím, lakk og annan efnivið) forðumst við að velja efni sem eru hættuleg umhverfinu og kaupum umhverfisvottuð (týpa 1) efni eins og hægt er.

Samgöngur

 • 75% bílaflota vinnustaðarins notast við innlenda orkugjafa s.s. rafmagn, vetni, metan og lífdísel.
 • Allir fólksbílar (og önnur ökutæki þegar það er hægt) keypt af vinnustaðnum eftir árið 2020 ganga fyrir innlendum orkugjöfum.
 • Sérmerkt stæði fyrir umhverfisvænni farartæki eru við vinnustaðinn.
 • Við uppfyllum ákvæði gulls í hjólavottun vinnustaða.
 • Við höfum greint hversu stórt hlutfall starfsmanna er með samgöngusamning og sett okkur markmið um að auka verulega hlutdeild þeirra sem eru með samgöngusamning.
 • Rafhleðslustöð fyrir rafbíla er í boði fyrir starfsfólk og gesti.

RAFMAGN & HÚSHITUN

 • Þar sem viðvera er lítil, svo sem á snyrtingum og í geymslum eru hreyfiskynjarar í stað rofa. Þar sem ekki er hægt að setja upp slíka nema eru áminningarmiðar um að slökkva ljósin.

Flokkun & Minni sóun

 • 80% af úrgangi er flokkaður til endurnotkunar og endurvinnslu. Hér þarf að hafa samband við sorphirðuþjónustu og fá hlutfallið staðfest.
 • Við fáum yfirlit yfir úrgangsmagn og endurvinnsluhlutfall frá okkar sorphirðuþjónustu á þriggja mánaða fresti til að tryggja betra viðbragð við óvenjulegu magni/flokkun.
 • Við sýnum starfsfólki reglulega myndir af hvernig tekst til með flokkunina, hrósum þegar allt er rétt flokkað og gefum starfsfólki leiðbeiningar þegar hlutir sem henta vel til endurvinnslu hafa ratað í tunnur fyrir óflokkaðan úrgang.
 • Engin ílát eru undir almennan úrgang við skrifborð starfsmanna. Starfsmenn fara sjálfir með almennan úrgang í flokkun í sameiginlegum rýmum.
 • Við förum í flokkunarátak árlega (t.d. í viku eða mánuð í senn) þar sem fyrirfram ákveðnu endurvinnsluhlutfalli skal vera náð.
 • Ef stofnunin þarf að losa sig við hluti sem ekki eru lengur not fyrir eins og raftæki, húsgögn, eldhústæki eða borðbúnað er fyrsta skref að koma hlutunum áfram til annarra aðila, t.d. verslana og markaða sem taka við notuðum vörum eða annarra stofnana/fyrirtækja. Hægt er að nýta sér Nytjamarkað Grænna skrefa á Facebook.
 • Við höfum sett upp skiptistöð (borð og/eða fataslá) þar sem starfsmenn geta komið með hluti að heiman sem þeir vilja gefa áfram og aðrir geta fengið, annaðhvort í afmarkaðan tíma árlega eða til frambúðar.

Viðburðir & Fundir

 • Við bjóðum upp á veitingar með sem lægstu kolefnisspori og veljum umhverfisvænni próteingjafa (t.d. baunir, belgjurtir, hnetur, egg, fisk, kjúkling, ost, innmat) frekar heldur en rautt kjöt.
 • Við val á gistirými, bæði erlendis og innanlands, er lögð áhersla á að velja staði með umhverfisvottun á borð við Svaninn, Evrópublómið, Græna lykilinn (Green Key), gullmerki Vakans, ISO14001 eða sambærilega vottun.
 • Starfsmenn sem skipuleggja viðburði hafa lesið bækling Grænna skrefa um sjálfbæra viðburðaskipulagningu og styðjast við gátlista á vef Grænna skrefa. Aðrir starfsmenn vita af þessum gátlista.

Eldhús & kaffistofur

 • Við bjóðum upp á að starfsólk geti keypt eða tekið með afganga heim. Ef það er ekki möguleiki skal skoða hvort hægt sé að koma afgöngum t.d. til góðgerðasamtaka.
 • Við höfum innleitt a.m.k. eina af eftirfarandi aðgerðum til að minnka matarsóun: 1) Diskar minnkaðir, 2) Bakkar fjarlægðir, 3) Þar sem fólki er skammtaður matur er boðið upp á mismunandi skammtastærðir eða borgað er eftir vigt.
 • Í eldhúsi er olíu og fitu safnað sér og komið í viðeigandi endurvinnslu/förgun. Ef mötuneytisþjónusta er aðkeypt skal koma þessari kröfu á framfæri við viðkomandi fyrirtæki.
 • Á kaffistofum starfsmanna eru að minnsta kosti fjórir vöruflokkar með lífræna vottun og/eða siðgæðisvottun (t.d. kaffi, mjólkurvörur, hunang, ávextir, grænmeti, súkkulaði, orkustykki, plöntumjólk o.fl.)
 • Á matseðli hvers dags eru a.m.k. 5 lífrænt vottuð matvæli í boði og það tilgreint sérstaklega á matseðli.
 • Steikingarolía skal ekki innihalda pálmaolíu. Ef mötuneytisþjónusta er aðkeypt skal koma þessari kröfu á framfæri við viðkomandi fyrirtæki.
 • Starfsmenn eldhúss/mötuneytisþjónustu hafa kynnt sér leiðbeiningar Umhverfisstofnunar um umhverfisvænan eldhúsrekstur.
 • Við höfum aukið hlutfall grænmetis og plöntupróteina í kjötréttum.
 • Við veljum umhverfisvænni próteingjafa (t.d. baunir, belgjurtir, hnetur, egg, fisk, kjúkling, ost, innmat) frekar heldur en rautt kjöt.