Skref 3

31 AÐGERÐ

UPPFYLLA ÞARF AÐ MINNSTA KOSTI 28 AF 31 AÐGERÐ Í SKREFI ÞRJÚ

RAFMAGN & HÚSHITUN

 • Við sendum gátlista í tölvupósti til allra starfsmanna fyrir stórhátíðir og í upphafi orlofstíma um hvernig hægt er að spara rafmagn og hita þegar gengið er frá fyrir frí (sýna dæmi).
 • Við höfum greint raforku- og hitanotkun á vinnustaðnum.
 • Hluteigandi starfsmenn vita hvað skal gera ef hitastýring og loftræsting er ekki í samræmi við það sem ætlast er til (nefna dæmi).
 • Við höfum lagt áherslu á miðlægra nýtingu prentara, tölvubúnaðar og annarra raftækja og höfum fækkað tækjum og samnýtt þau eins og kostur er (nefna dæmi).

Flokkun & Minni sóun

 • Við flokkum að lágmarki í sjö úrgangsflokka (til dæmis plast, málma, raftæki og gler) (nefna dæmi).
 • Í mötuneyti og á kaffistofum vinnustaðarins er lífrænum úrgangi safnað og hann jarðgerður.
 • 70% af úrgangi er flokkaður til endurnotkunar eða endurvinnslu.
 • Engin ílát eru undir almennan úrgang við skrifborð starfsmanna. Starfsmenn fara sjálfir með almennan úrgang í flokkun í sameiginlegum rýmum.
 • Óskað hefur verið eftir því við birgja að nota margnota flutningskassa, t.d. undir ávexti og aðra matvöru. Birgjar sæki tóma kassa við næstu vöruafhendingu (nefna dæmi)
 • Við höfum innleitt minnst eina aðgerð til að draga úr matarsóun (t.d. skráning í mat, hvatning til starfsmanna, fræðsla, minni skammta, minni diska, breyta úrvali matvæla).
 • Í mötuneytum og kaffistofum eru upplýsingar til starfsmanna og gesta um að draga úr matarsóun.
 • Við sendum einungis út rafrænar hátíðarkveðjur og heillaóskir.

Viðburðir og Fundir

 • Við val á ráðstefnu- og fundarrými er valinn aðili með umhverfisvottun t.d. Svansvottun eðaumhverfisstjórnunarkerfi s.s. ISO140001 vottun.
 • Á viðburðum okkar er dreifiefni eða gögn í lágmarki (nefna tvö dæmi).
 • Á viðburðum okkar er líka boðið uppá grænmetisvalmöguleika.

Samgöngur

 • Starfsmenn eru hvattir til að nýta sér samakstur til og frá vinnu.
 • Starfsfólk okkar hefur aðgang að hjóli vegna styttri vinnutengdra ferða og persónulegra erinda.
 • Við uppfyllum ákvæði silfurs í hjólavottun vinnustaða.
 • Við höfum óskað eftir því við helstu samstarfsaðila okkar erlendis og innanlands að fleiri fundi sé hægt að sækja í gegnum fjarfundarbúnað.

Innkaup

 • Á kaffistofum starfsmanna eru að minnsta kosti tveir vöruflokkar lífrænt ræktaðar og/eða siðgæðisvottaðir(Fair Trade) (t.d. kaffi, sykur, mjólkurvörur, hunang, te, ávextir, grænmeti o.fl.).
 • Umslög og annað bréfsefni sem við notum er umhverfisvottað (type 1).
 • Við kaup á ræstiþjónustu er valinn þjónustuaðili sem uppfyllir kröfur umhverfisvottunar (type 1).
 • Við óskum eftir umhverfisvottuðum (type 1) prentgripum hjá prentsmiðjum.
 • Við fylgjumst árlega með efnanotkun, við vitum hver eru hættuleg og erum með áætlun um að minnka notkun þeirra.
 • Áður en húsgögn eru keypt er fyrst athugað hvort til séu notuð húsgögn í geymslu, hjá öðrum stofnunum/fyrirtækjum (Nytjamarkaður Grænna skrefa á facebook) eða Góða hirðinum. Næsta skref er að skoða ný húsgögn sem eru með umhverfisvottun s.s. Svaninn eða Blómið.
 • Við notum hleðslurafhlöður í stað einnota rafhlaða.
 • Við gerum kröfu til okkar mötuneytisþjónustu að minnka matarsóun og auka innkaup á lífrænum matvælum.

Miðlun og Stjórnun

 • Stofnunin heldur grænt bókhald og skilar inn til graenskref@graenskref.is fyrir 1. apríl ár hvert.
 • Stofnunin hefur sett sér markmið í þremur flokkum: um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda vegna samgangna, úrgangs og pappírs.
 • Við kynnum árlega græna bókhaldið okkar og aðgerðir, t.d. í ársskýrslu, á vef okkar eða hagsmunaaðilum okkar (húsfélagsins, ráðuneytis eða viðskiptavina).
 • Við höldum reglulega fræðslufundi um umhverfismál á vinnustaðnum.
 • Við höfum miðlað okkar áherslum um umhverfismál/óskað eftir þátttöku fyrirtækja/stofnana sem deila með okkur húsnæði.