Skref 3

37 AÐGERÐIR

UPPFYLLA ÞARF AÐ MINNSTA KOSTI 33 AF 37 AÐGERÐUM Í SKREFI ÞRJÚ

Miðlun & Stjórnun

 • Stofnunin skilar Grænu bókhaldi í Gagnagátt Umhverfisstofnunar fyrir 1. apríl ár hvert.
 • Við höfum sett okkur mælanleg markmið fyrir þá umhverfisþætti sem umhverfis- og loftslagsstefna okkar nær til.
 • Við höfum útbúið stað á innri vef fyrir umhverfis- og loftslagsmálin þar sem starfsmenn geta sett inn tillögur að úrbótum og öðrum aðgerðum.
 • Við skipuleggjum a.m.k. 2-3 fræðsluviðburði um umhverfismál á vinnustaðnum á ári.

Innkaup

 • Við höfum mótað verklagsreglur fyrir innkaup þar sem m.a. kemur fram hverjir það eru sem kaupa inn fyrir stofnunina og hvernig það er tryggt að kröfur okkur í umhverfismálum komist til skila í innkaupum. Verklagsreglurnar hafa verið samþykktar af yfirstjórn og kynntar öllum starfsmönnum.
 • Við kaup á ræstiþjónustu er valinn þjónustuaðili sem uppfyllir kröfur umhverfisvottunar (týpa 1).
 • Við fylgjumst árlega með efnanotkun, við vitum hvaða efni eru hættuleg (með hættumerkingu, sjá hlekk) og erum með áætlun um að minnka notkun þeirra.
 • Áður en húsgögn eru keypt er fyrst athugað hvort til séu notuð húsgögn í geymslu, hjá öðrum stofnunum/fyrirtækjum (Nytjamarkaður Grænna skrefa á facebook) eða Góða hirðinum. Næsta skref er að skoða ný húsgögn sem eru með umhverfisvottun s.s. Svaninn eða Evrópublómið.
 • Að lágmarki 80% almennra hreinlætis- og ræstivara okkar eru umhverfisvottaðar (týpa 1).
 • Við notum hleðslurafhlöður í stað einnota rafhlaða eða erum með tengingu við rafmagn.

Samgöngur

 • Við uppfyllum ákvæði silfurs í hjólavottun vinnustaða.
 • Við bjóðum við starfsfólki okkar upp á sveigjanlegan vinnutíma sé þess kostur, t.d. að mæta til vinnu utan háannatíma.
 • Við bjóðum starfsfólki okkar upp á fjarvinnu að minnsta kosti einu sinni í viku sé þess kostur.
 • Gjaldskyld bílastæði við stofnunina eru ekki niðurgreidd fyrir starfsmenn.
 • Hjól, rafhjól og eða rafhlaupahjól eru í boði fyrir starfsmenn til þess að ferðast á milli funda eða erindast.
 • Ferðavenjukönnun er framkvæmd árlega.

RAFMAGN & HÚSHITUN

 • Við höfum útbúið orkusparnaðar leiðbeiningar um það sem gott er að hafa í huga þegar farið er í frí í samvinnu við umsjónarmann eða þann sem sér um húsnæðið. Leiðbeiningarnar sendum við á starfsfólk fyrir stórhátíðir og í upphafi orlofstíma.
 • Við höfum greint raforku- og hitanotkun á vinnustaðnum og sett okkur markmið um hversu mikið og hvernig við ætlum að draga úr raforkunotkun. Gott getur verið að fara í samtal við veituaðila og kanna hvort um óeðlilega mikla notkun er að ræða og skoða með þeim leiðir til að draga úr henni.
 • Við höfum lagt áherslu á miðlæga nýtingu prentara, tölvubúnaðar og annarra raftækja og höfum fækkað tækjum og samnýtt þau eins og kostur er (nefna dæmi).

Flokkun & Minni sóun

 • 70% af úrgangi er flokkaður til endurnotkunar eða endurvinnslu. Hér þarf að hafa samband við sorphirðuþjónustu og fá hlutfallið staðfest.
 • Við höfum afþakkað allan fjölpóst og dregið úr kaupum á tímaritum og öðru sem fáir/engir nota.
 • Skjölun er aðeins rafræn nema í tilfellum þar sem pappírseintaks er sérstaklega krafist.
 • Skrifstofuvörur sem má endurnota er skilað á sérmerktan stað sem starfsmenn þekkja og geta nálgast. Dæmi um slíkar vörur eru möppur, pennar og umslög.
 • Við höfum gert greiningu á úrgangsmyndun, sett okkur markmið um hversu mikið við ætlum að draga úr myndun úrgangs og lagt til aðgerðir um hvernig við ætlum að draga úr myndun hans (nefna aðgerð/ir).
 • Við útgáfu kynningarefnis og annars efnis bjóðum við ávallt upp á rafræna útgáfu sem lesendur geta valið í stað pappírsútgáfu. Við sendum einungis út rafrænar hátíðarkveðjur og heillaóskir.

Viðburðir & Fundir

 • Við val á ráðstefnu- og fundarrými er valinn aðili með umhverfisvottun t.d. Svansvottun eða umhverfisstjórnunarkerfi s.s. ISO140001 vottun. Einnig má leita eftir merki Vakans.
 • Á viðburðum og fundum okkar bjóðum við upp á umbúðalausar eða mjög umbúðalitlar máltíðir. Við bjóðum ekki upp á matvæli í smáumbúðum, svo sem sultur, smjör, tannstöngla o.s.frv.
 • Á viðburðum og fundum er boðið upp á rafrænt dreifiefni, og útprentuð gögn eru höfð í lágmarki og aðeins valin ef sérstök ástæða þykir til.
 • Fyrir viðburði og fundi þar sem boðið er upp á veitingar er passað að rétt magn af mat sé keypt eða pantað svo ekkert lendi í ruslinu. Tilgreinið hvernig þetta er tryggt.

Eldhús & Kaffistofur

 • Stofnunin hefur gert athugun á magni matarsóunar frá eldhúsi/mötuneyti í minnst 1 viku á árinu. Mælingarnar skulu vera tvenns konar; annars vegar matarsóun í framreiðslu (magn matar sem er eldaður og ekki nýttur) og hins vegar matarsóun af diskum í matsal. Niðurstöðum er miðlað til allra starfsmanna og mötuneytisþjónustu.
 • Við höfum innleitt skráningarkerfi í mat í viðleitni til að hafa betri yfirsýn yfir fjölda starfsmanna sem mæta í mat á hverjum degi. Í skráningarkerfinu þar sem starfsmenn velja mat er umhverfisvænasti kosturinn alltaf efstur.
 • Á kaffistofum starfsmanna eru að minnsta kosti tveir vöruflokkar með lífræna vottun og/eða siðgæðisvottun (t.d. kaffi, mjólkurvörur, hunang, ávextir, grænmeti, súkkulaði, orkustykki, plöntumjólk o.fl.).
 • Í matsal er einungis tunna fyrir lífrænan úrgang þar sem fólk skafar af diskum.
 • Við gerum kröfu á okkar mötuneytisþjónustu að minnka matarsóun og auka innkaup á lífrænum matvælum og höfum fundað með þeim/sent þeim erindi um málið.
 • Við sjáum til þess að nýjir starfsmenn mötuneytis fái fræðslu um flokkun úrgangs á starfsstöðinni.
 • Á matseðli hvers dags er a.m.k ein lífrænt vottuð matvara í boði og það tilgreint sérstaklega á matseðli.
 • Við höfum hagað uppröðun í mötuneyti þannig að fremsti valkosturinn er alltaf umhverfisvænasti kosturinn, og svo er farið koll af kolli.