Skref 5

26 AÐGERÐIR

Með því að vinna samkvæmt þeim viðmiðum sem hér fylgja geta stofnanir byggt upp umhverfisstjórnunarkerfi sem er aðlagað daglegri starfsemi. Viðmiðin eru einfölduð útgáfa af ISO 14001, sem þýðir að einfalt er að bæta við og fá vottað umhverfisstjórnunarkerfi. Dæmi um þá þætti ISO 14001 sem ekki eru teknir fyrir hér er t.d. mat á áhættu, skilgreining á hagsmunaaðilum, innri úttektir, samskiptaáætlun og mat á viðbrögðum við umhverfisslysum.

NÁ ÞARF ÖLLUM AÐGERÐUM Í SKREFI FIMM.

Stofnanir sem hafa fengið ISO14001 vottun þurfa ekki að sýna fram á að skrefi 5 sé náð. Verkfræði- og ráðgjafastofur bjóða uppá aðstoð við innleiðingu ferla og vinnu við vottanir.

UMFANG UMHVERFISSTJÓRNUNARKERFIS

  • Þýðingarmiklir umhverfisþættir: Við höfum greint þýðingarmestu umhverfisþættina í starfsemi okkar og byggt umhverfisstefnu og aðgerðaáætlun á greiningunni.
  • Lagakröfur: Við höfum viðeigandi lagakröfur á sviði umhverfismála sem snúa að starfseminni. Við yfirförum að lágmarki þriðja hvert ár. Við uppbyggingu umhverfisstjórnunarkerfisins tókum við mið af lagakröfum.
  • Gildissvið: Við höfum tilgreint skriflega hvaða þættir starfseminnar og hvaða starfsstöðvar falli undir umhverfisstjórnunarkerfið og tekið fram ef eitthvað fellur fyrir utan kerfið.

FORYSTA

  • Við höfum skilgreint hlutverk og skuldbindingu æðstu stjórnenda. Lykilstjórnendur eiga m.a. að:
    a) Tryggja að umhverfis- og loftslagsstefna og markmið séu innleidd og í samræmi við hlutverk og stefnu starfseminnar
    b) Tryggja nægan mannauð, fjármagn og tíma í umhverfisstjórnunarkerfið
    c) Miðla upplýsingum um umhverfisstjórnunarkerfið innávið og útávið
    d) Stuðla að stöðugum umbótum
    e) Úthluta hlutverkum og ábyrgð til starfsmanna til að tryggja virkni kerfisins
    f) Rýna umhverfisstjórnunarkerfið árlega

UMHVERFIS- OG LOFTSLAGSSTEFNA

  • Stjórn hefur endurskoðað og samþykkt umhverfis- og loftslagsstefnu starfseminnar.
  • Öllum starfsmönnum hefur verið kynnt umhverfis- og loftslagsstefna og áherslur næstu ára.
  • Umhverfis- og loftslagsstefna skal vera aðgengileg hagsmunaaðilum, t.d. á heimasíðu.

MARKMIÐ OG AÐGERÐAÁÆTLUN

  • Við höfum sett okkur markmið fyrir þá umhverfisþætti sem umhverfis- og loftslagsstefna starfseminnar nær til. Sérstaklega mikilvægt er að markmið séu sett fyrir þýðingarmikla umhverfisþætti starfseminnar. Markmiðin eru mælanleg þar sem mögulegt er.
  • Við höfum unnið aðgerðaáætlun til að ná settum markmiðum. Aðgerðir skulu:
    a) Vera tímasettar
    b) Hafa tilgreindan ábyrgðaraðila

FRÆÐSLA

Við upplýsum og fræðum stöðugt starfsmenn okkar til að gera þá meðvitaðri og hæfari í að draga úr umhverfisáhrifum í störfum sínum og daglegu lífi. Við setjum okkur fræðsluáætlun fyrir hvert ár þar sem fram kemur hvernig fræðsla fer fram á árinu, hversu oft, hvenær og hver sér um hana.

EFTIRFYLGNI OG VERKLAGSREGLUR

  • Við tökum árlega saman árangur umhverfisstarfsins í Grænu bókhaldi og umhverfisskýrslu og miðlum innanhúss og út á við.
  • Við erum með skjalfestar verklagsreglur sem tryggja að:
    a) lagakröfur á sviði umhverfismála séu uppfylltar.
    b) Þýðingarmiklir umhverfisþættir séu skilgreindir og sett séu markmið um að draga úr umhverfisáhrifum þeirra.
    c) umhverfis- og loftslagsstefnu, markmiðum og aðgerðaáætlun sé fylgt eftir.
    d) fræðsluáætlun sé sett og rýnd árlega.
    e) rýni stjórnenda á umhverfisstjórnunarkerfinu fari árlega fram.