Skref 5

24 AÐGERÐIR

UPPFYLLA ÞARF ALLAR AÐGERÐIR Í SKREFI FIMM

STOFNANIR SEM HAFA FENGIÐ ISO14001 VOTTUN ÞURFA EKKI AÐ SÝNA FRAM Á AÐ SKREFI 5 SÉ NÁÐ

UMHVERFISÚTTEKT

Þýðingarmiklir umhverfisþættir: Við höfum greint þýðingarmestu umhverfisþættina í
starfsemi okkar og byggt umhverfisstefnu og aðgerðaáætlun á greiningunni.

Lagakröfur: Við höfum viðeigandi lagakröfur á sviði umhverfismála sem snúa að
starfseminni. Við yfirförum að lágmarki þriðja hvert ár. Við uppbyggingu
umhverfisstjórnunarkerfisins tókum við mið af lagakröfum.

UMHVERFISSTEFNA

Stjórn stofnunarinnar hefur endurskoðað umhverfisstefnu stofnunarinnar.

Öllum starfsmönnum hefur verið kynnt ný umhverfisstefna og áherslur næstu ára.

UMHVERFISMARKMIÐ OG FRAMKVÆMDAÁÆTLUN

Við höfum sett okkur umhverfismarkmið fyrir starfsemina.
Markmiðin eru mælanleg þar sem mögulegt er.
Við höfum unnið aðgerðaáætlun til að ná settum markmiðum.

Aðgerðaáætlunin inniheldur:
a) Ábyrgðarskiptingu til að ná umhverfismarkmiðum.
b) Verklag, tímaáætlun og kostnað, skilgreind til að ná umhverfismarkmiðum.
Markmið og aðgerðaáætlun eru grunnur að umhverfisstjórnunarkerfinu og eru uppfærð árlega.

VERKLAGSREGLUR, LEIÐBEININGAR OG HANDLEIÐSLA

Við erum með skjalfestar verklagsreglur sem tryggja að:
a) lagakröfur á sviði umhverfismála séu uppfylltar.
b) dregið sé úr umhverfisáhrifum þýðingarmikilla umhverfisþátta.
c) umhverfisstefnu og umhverfismarkmiðum sé fylgt eftir.

SAMSKIPTI OG MIÐLUN

Við kynnum og miðlum umhverfisstarfi okkar bæði innan og utan stofnunar.

FRÆÐSLA

Við upplýsum og fræðum stöðugt starfsmenn okkar til að gera þá meðvitaðri og hæfari í að
draga úr umhverfisáhrifum í störfum sínum.

STARFSEMIN OG ÁBYRGÐ

Við höfum gert grein fyrir umfangi umhverfisstjórnunarkerfis og ábyrgðar á því skriflega.

EFTIRFYLGNI

Við tökum árlega saman árangur umhverfisstarfsins í grænu bókhaldi og umhverfisskýrslu
og miðlum innanhúss og út á við.
Eftirlit og mælingar á þýðingarmiklum umhverfisþáttum:
Við lítum eftir og mælum þýðingarmikla umhverfisþætti okkar reglulega, að lágmarki einu
sinni á ári.
Eftirfylgni markmiða og aðgerðaáætlunar:
Við fylgjum eftir og yfirförum reglulega markmið og aðgerðaáætlun okkar, að lágmarki einu
sinni á ári.

Mat á eftirfylgni við lagakröfur: Við yfirförum reglulega, að lágmarki einu sinni á ári, hvort
fylgt sé eftir lagakröfum á sviði umhverfismála.
Við yfirförum reglulega, að lágmarki einu sinni á ári, umhverfisstjórnunarkerfi okkar.
Tilgangurinn er að:
a) lagakröfur á sviði umhverfismála séu uppfylltar.
b) dregið sé úr umhverfisáhrifum þýðingarmikilla umhverfisþátta.
c) umhverfisstefnu og umhverfismarkmiðum sé fylgt eftir.