Dyggðaskreytingakeppni á RÚV

Við í Grænu skrefunum megum til með að deila með ykkur þessum fínu myndum sem við fengum sendar frá umhverfisnefnd Ríkisútvarpsins. Umhverfisnefndin hefur sett upp skreytingaborð þar sem starfsfólk er hvatt til að pakka inn jólagjöfum í efni sem fellur til á stofnuninni. Meðal innpökkunarefnis eru mjöl,- kaffi- og kartöflupokar úr eldhúsinu, sem og dagblöð og tímarit sem búið er að lesa. Eins og í öllu góðu hópefli á vinnustöðum hefur verið boðað til keppni þar sem dyggðaskreyttasti jólapakkinn vinnur, og sigurvegarinn fær nafnbótina besti vinur umhverfisins. Sjón er sögu ríkari!

Fyrir þau sem fá ekki nóg af umhverfisvænum jólaundirbúningi bendum við á þetta innslag úr kvöldfréttum RÚV þar sem okkar eigin Jóhannes, ásamt henni Ásdísi, gefa góð ráð.