Líffræðileg fjölbreytni og vinnustaðurinn – Morgunfundur Grænna skrefa

Verið velkomin á morgunfund Grænna skrefa 2023! Fundurinn fer fram fimmtudaginn 7. desember kl. 9:00-10:40 á Teams.

Þema fundarins í ár er líffræðileg fjölbreytni og vinnustaðurinn. Við ætlum að útskýra hvað líffræðileg fjölbreytni er, hvað ógnar henni og af hverju hún skiptir okkur máli. Við ætlum einnig að fjalla um hvernig við sjálf og vinnustaðirnir okkar geta stutt við líffræðilega fjölbreytni.

 

Skráning fer fram hér.

Hægt er að senda inn nafnlausar spurningar og fyrirspurnir hér.

 

Dagskrá

Kl. 9:05 – Snorri Sigurðsson, sviðsstjóri náttúruverndar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, ræðir líffræðilega fjölbreytni og af hverju hún skiptir máli, bæði á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi.

Kl. 9:30 – Rannveig Magnúsdóttir, sérfræðingur hjá Landvernd og Skólum á grænni grein, ræðir helstu ógnir við líffræðilega fjölbreytni.

Kl. 9:55 – Aðalbjörg Egilsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun, ræðir hvernig vinnustaðir geta lagt sitt af mörkum til að styðja við líffræðilega fjölbreytni.

Kl. 10:15 – Umræður

Við hvetjum öll sem vilja vita meira um líffræðilega fjölbreytni og hvernig mannkynið hefur jákvæð og neikvæð áhrif á hana til að sækja fundinn.

 

Grænn hittingur í lok dags

Í tilefni fundarins bjóðum við til græns hittings á Loft hostel kl. 15 sama dag.

Við hvetjum þátttakendur í Grænum skrefum út um allt land til að hittast á sams konar hittingum á sínum heimaslóðum. Ef þú ert með hugmynd um hvar væri gott að hittast á þínu svæði, láttu okkur endilega vita á graenskref@graenskref.is og við komum því áleiðis til annarra þátttakenda í Grænum skrefum.