Evrópska nýtnivikan 2023

Listi yfir þau Grænu skref sem koma að umbúðanotkun

Í næstu viku, 18. – 26. nóvember, stendur Evrópska nýtnivikan yfir og líkt og síðustu ár hvetjum við alla þátttakendur í Grænum skrefum til að taka þátt í henni. Markmið átaksins er að hvetja fólk til að draga úr óþarfa neyslu, nýta hluti betur og draga þannig úr myndun úrgangs.

Þema ársins er umbúðir undir slagorðinu Höfum það umbúðalaust.

Verkefnið Saman gegn sóun útbjó einfalt kynningarefni í samstarfi við Reykjavíkurborg  upp úr leiðbeiningum Matvælastofnunar. Það nýtist öllum sem vilja prófa sig áfram í umbúðalausum og fjölnota lausnum í Nýtnivikunni.

Þema nýtnivikunnar tengist Grænum skrefum beint, enda eru ýmsar aðgerðir sem  hvetja til minni umbúðanotkunar, m.a. að bjóða ekki upp á matvöru í smáumbúðum og hvetja birgja til að nota fjölnota umbúðir sem þeir taka til baka.

Öll sem taka þátt í nýtnivikunni með einhverjum hætti; selja, kaupa eða neyta umbúðalaust, standa fyrir viðburðum eða hvað sem er annað, til að deila því með Saman gegn sóun á Facebook eða Instagram síðu þeirra, með því að merkja eða senda skilaboð og því verður deilt áfram.

Við hvetjum ykkur til að gefa leyfa hugmyndafluginu að fá lausan tauminn við hvernig hægt er að styðja við minni sóun, sama af hvaða tagi hún er. Til dæmis væri hægt að vera aftur með fataskiptimarkað eins og gekk frábærlega víða í síðustu Nýtniviku og við bendum á leiðbeiningar frá nýtnivikunni í fyrra.

Hægt er að hafa samband við Saman gegn sóun í gegnum netfangið samangegnsoun@samangegnsoun.is ef einhverjar spurningar vakna.

#samangegnsoun #umbudalaust #nytnivikan #ewwr2023

Kynningarefni Nýtnivikunnar:

A4 plakat Nýtnivikunnar í ár

Við tökum þátt í Nýtnivikunni! – Plakat fyrir þátttakendur

Leiðbeiningar fyrir söluaðila um afgreiðslu matvæla í ílát viðskiptavina

Leiðbeiningar fyrir neytendur um notkun fjölnota umbúða