Morgunfundur Grænna skrefa – upptaka aðgengileg

Nú er hægt að nálgast upptöku af morgunfundi Grænna skrefa 2023, sem fram fór á Teams 7. desember sl., á Youtube.

Þema fundarins var líffræðileg fjölbreytni og vinnustaðurinn og fjallað var um hvað líffræðileg fjölbreytni sé, hvað ógnar henni, af hverju hún skipti máli og hvernig hægt er að styðja við líffræðilega fjölbreytni.