Kynningarfundur um loftslagsstefnur ríkisaðila
Umhverfisstofnun býður til kynningarfundar um gerð loftslagsstefnu fyrir ríkisstofnanir og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins þann 23. september kl. 11-12.
Græn skref og Grænt bókhald – Birgitta Steingrímsdóttir
Stutt innslög frá ÁTVR, Landsvirkjun og Seðlabanka Íslands – Sigurpáll Ingibergsson, Jóna Bjarnadóttir og Thelma Ýr Unnsteinsdóttir
Spurningar og svör
Fundurinn fer fram í gegnum forritið Teams. Ekki er nauðsynlegt að stofna aðgang til að komast inn á fundinn. Ekki þarf að hlaða niður forriti ef fylgst er með í gegnum vafra, en ef ætlunin er að fylgjast með fundinum í gegnum síma þarf að hlaða niður Teams smáforritinu. Ekki er mælt með að nota Safari vafrann en aðrir vafrar virka vel. Spurningar verður hægt að bera fram í gegnum spjallvirkni.