Matarsóunarmælingar

Lágmörkun matarsóunar er loftslagsmál, efnahagsmál og mikilvægur þáttur í innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Ísland hefur sett sér markmið um að draga úr matarsóun, bæði sem lið í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og sem hluta af framlagi okkar til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Matarsóun er einn af þeim losunarþáttum sem fylla þarf í Græna bókhaldið ár hvert sem gerir það einstaklega áhugavert að fylgjast með hvernig við stöndum okkur.

Nú þegar flestir eru mættir til starfa er tilvalinn tími til að mæla matarsóun stofnana. Við hjá Umhverfisstofnun réðumst í matarsóunarmælingu í síðustu viku og tókum saman ferlið sem sjá má í myndskeiðinu hér að neðan:

Eins og sjá má er slík mæling ekki bara nytsamleg fyrir Græna bókhaldið, heldur er oft hægt að sjá hvar við getum bætt okkur og fundið viðeigandi lausnir. Það getur bæði sparað fjármuni og dregið úr neikvæðum umhverfisáhrifum.

Við hvetjum ykkur endilega til að byrja á ykkar eigin mælingum, og minnum á öll vinnugögnin sem eru á síðunni okkar, þ.á.m. skráningarskjalið fyrir mælinguna, leiðbeiningar fyrir mötuneyti, kynningu og myndband með húsráðum.