Fræðslufundur Grænna skrefa um matarsóun

Þann 16. nóvember næstkomandi standa Græn skref fyrir fræðslufundi á Teams um matarsóun. Fundurinn verður kl. 10:00 – 10:45 og á honum gefst þátttakendum tækifæri á að fræðast um margvísleg áhrif matarsóunar, hvernig hægt er að draga úr henni og fá hugmynd um hvernig hægt er að hátta mælingum á matarsóun. Fyrirlesarar verða Jóhannes Bjarki Urbancic, Hildur Mist Friðjónsdóttir og Ester Alda Hrafnhildar Bragadóttir. Við hlökkum til að sjá sem flesta!

Viðburðurinn er opinn öllum sem starfa í Grænum skrefum ásamt þeim sem hafa nýtt sér efni Grænna skrefa í umhverfisstarfi sínu.

Skráning fer fram hér. Jafnframt er hægt að senda inn nafnlausar spurningar fyrir fundinn hér.