Allt sem við gerum hefur áhrif

Landspítalinn hefur nýverið samþykkt að hætta að dreifa árlega gömlu símaskránni á allar deildir spítalans. Við þessa aðgerð sparast um 400 kg eða eitt bretti af pappír á ári og sóun og sorphirða minnkar samhliða.

Landspítalinn hefur einnig náð þeim frábæra árangri að 30% af öllum þeirra úrgangi, fer í dag til endurvinnslu sem gera heil 25 tonn af á mánuði eða 300 tonn á ári!