Fimm Græn skref í höfn hjá ÁTVR

ÁTVR (höfuðstöðvar að Stuðlahálsi 2 og Dreifingarmiðstöðin) hafa náð þeim árangri að innleiða öll fimm Grænu skrefin í einu. Stofnunin hefur unnið markvisst að umhverfismálum í nokkur ár og meðal stærri verkefna þeirra eru að vinna með GRI sjálfbærnivísa, hvetja viðskiptavini til að minnka notkun og kaup á plastpokum og kolefnisjafna útblástur vegna aksturs og flugferða. Vinna ÁTVR við að breyta hugarfari fólks t.d. varðandi plastpokanotkun er að hafa áhrif en hlutfall viðskiptavina sem kaupir plastpoka hjá þeim fer lækkandi milli ára. Vinna þeirra sýnir að við getum haft jákvæð áhrif. Til hamingju ÁTVR!

Sveinn Víkingur Árnason, framkvæmdastjóri ÁTVR og Sigurpáll Ingibergsson, gæðastjóri tóku við viðurkenningunni frá Hólmfríði Þorsteinsdóttur, starfsmanni Umhverfisstofnunar.