Annað og þriðja Græna skrefið komið hjá LMÍ

Landmælingar Íslands fengu úttekt og viðurkenningu fyrir að hafa lokið öðru og þriðja Græna skrefinu í dag. Þau eru þar með önnur stofnunin til að ná þeim áfanga. Innleiðingin hefur gengið hratt og vel og starfsmenn tekið vel í að flokka allan úrgang eins og hægt er og síðan nýta þau t.d. gömul kort í minnismiðablokkir. Eydís Finnbogadóttir hjá LMÍ tók á móti viðurkenningunum.