Skemmtilegar lausnir hjá Fjármála- og efnahagsráðuneyti

Fjármála- og efnahagsráðuneyti vinnur nú að því að ljúka innleiðingu fyrsta Græna skrefsins og notast við ýmsar skemmtilegar lausnir sem henta þeirra starfsemi.  (Á myndinni eru: Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og vinnuhópur Grænna skrefa í ráðuneytinu, Anna Antonsdóttir, Margrét Karlsdóttir, Ólöf Stefánsdóttir og Ingunn M. Hilmarsdóttir).

Hér hafa þau meðal annars gert eigin útskýringar yfir úrgangsflokka sem passa við merkingar á sorptunnunum. Einnig safna þau saman kaffikorginum sem starfsmaður ráðuneytisins tekur með sér og setur í beðin í sumarbústaðnum.