Flokkum og endurnýtum

Pappakassar eru ekki bara pappakassar en í stað þess að fleygja þeim um leið og þeir koma í hús er upplagt að nýta þá á margskonar hátt. Hægt er að sækja notaða pappakassa til ÁTVR sem síðan er hægt að nýta t.d. fyrir sumarblómin eða flutninga. ÁTVR á Egilsstöðum styður t.d. við nýsköpunarverkefni á staðnum með því að útvega pappakassa sem síðan eru nýttir til þróunar á lífrænum áburði.