Fimm skref í einu!

Umhverfisstofnun, starfsstöð á Suðurlandsbraut 24 tók á móti viðurkenningu Grænna skrefa frá Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrúnu Magnúsdóttur á ársfundi stofnunarinnar. Umhverfisstofnun varð með því fyrst allra stofnana til að klára öll fimm Grænu skrefin. Auk þess fékk starfsstöðin á Patreksfirði viðurkenningu fyrir fjögur Græn skref og starfsstöðvarnar á Mývatni og Akureyri hvor um sig fyrir þrjú Græn skref. Hjá þeim liggur fyrir áframhaldandi vinna við að halda við Grænu skrefunum og við að gera sífellt betur.