Framhaldsskólinn í Mos er nýjasti meðlimurinn

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ er stofnun nr. 21 í verkefninu okkar. Skólinn leggur áherslu á að kenna umhverfisfræði, efla umhverfisvitund nemenda og kennara ásamt því að lágmarka umhverfisáhrif rekstursins.

Þess má geta að hús skólans er hannað með áherslu á vistvæna hönnun s.s. með því að nota náttúrulega loftræstingu, nýta dagsbirtu, spara orku og aðstöðu fyrir nemendur og starfsmenn til að notast við vistvænni samgöngur.